Eimreiðin - 01.09.1910, Blaðsíða 26
182
og 21 mínútu. Skömmu áður hafði hann flögið ioo metra hátt í
lofti og þannig unnið verðlaun fyrir hæst flug.
Á 6.mynd er sýnd ein af vélum bræðranna. Er gerð henn-
ar öll mjög óbrotin. Aöalsvifþynnurnar eru 2, hvor upp af ann-
arri. Pær eru 12 m. að lengd og 2 m. á breidd. Aftan til við
þær sjást báðar loftskrúfurnar. Framanvert við flugþynnurnar
sjást 2 litlar láréttar þynnur; þær eru ætlaðar til að stýra vél-
inni upp og niður. Aftast á vélinni sjást lóðréttar þynnur, það
6. Flugvél Wrightbræðranna og hróf hennar.
e'ru hliðarstýri. Sæti' loftfaranss er framanvert á neðri svifþynn-
önni miðri. Öll vegur vélin um 1000 pund. Hreyfivélin sjálf er
um 140 pund að þyngd og hefur 24 hesta afl. Flughraði vélar-
innar er áætlaður 70 km. (rúml. 9 mílur) á kl. stund.
Vélin getur náð fluginu af jafnsléttu; þegar vindur er, er vél-
inni beitt í vindinn, skrúfurnar settar af stað og vélin knúin hratt
á móti vindinum, á lausum hjólum, sem velta í spori; lyftir
þá vindurinn undir svifþynnunar og hæðarstýrin, svo vélin lyftist
frá jörðu. Pegar logn er, verður að hafa nokkuð annan útbúnað,
sem ég hirði eigi að lýsa hér.
Á Frakklandi vann Wright mörg verðlaun, sem heitið hafði
verið fyrir framfarir i fluglistinni. Síðan fór hann til Ítalíu, eftir
ósk stjórnarinnar þar, til að sýna flugfimi sína. Eftir það hélt