Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1910, Blaðsíða 32

Eimreiðin - 01.09.1910, Blaðsíða 32
188 skilyrði, er því einn af velgerendum mannkynsins. Pað liggja því fögur sannindi í göinlu grísku goðasögninni, að Dýónýsos (vínguð- inn) hafi ferðast meðal viltra þjóða til að siða þær. Það verður ekki sagt með neinni vissu, hvar séu hin fyrstu heimkynni vínyrkjunnar. Vínviður vex viltur um suðurhluta tempr- aða beltisins, og á fyrri jarðtímabilum óx hann jafnvel í norðlæg- um löndum; þannig finnast leifar hans í surtarbrandslögunum á Islandi frá tertiera tímabilinu. Pað liggur næst að ætla, að vín- rækt og víngerð hafi fyrst átt sér stað í Litlu-Asíu eða í löndun- um við kaspiska hafið. það var lengi ætlun málfræðinga, að orðið vín, sem finst bæði í semítiskum og indógermönskum málum, væri af semítiskum uppruna, og að Grikkir hefðu lánað orðið úr hebresku; en nú má telja víst, að það sé af indógermönskum uppruna og að Semítar hafi tekið það þaðan. Hinir fyrstu vín- gerðarmenn voru því að öllum iíkindum einhver hinna indóger- mönsku þjóða, sem fluttu til Austurlanda áður ljós sögunnar rann upp. Upptök vínyrkjunnar eru forsöguleg og það eitt er víst, að frá Litlu-Asíu barst hún yfir til Þrakíu og þaðan til Grikklands; þá leið má að minsta kosti rekja dýrkun Díónýsosar. Grískir ný- lendumenn fluttu hana til Ítalíu og Gallíu (Massilíu), en líklegt þykir, að Föníkumenn hafi flutt hana til Spánar. Rómverjar neyttu lítils víns á fyrstu öldum Rómaríkisins, því að þá stóð vín- yrkjan á lágu stigi á Ítalíu, og grísk vín voru dýr, en góð þóttu þau. Petta breyttist smámsaman og, eins og þegar hefir verið tekið fram, var Ítalía orðin vínyrkjuland á síðustu dögum þjóð- veldisins. Cató gamli, hinn siðavandi og hófsami Rómverji, hafði stuðlað mikið að útbreiðslu vínyrkjunnar þar í landi. Rómverjar áttu og mestan þátt í að útbreiða hana í Gallíu (Frakklandi) og á síðustu öldum keisaradæmisins var tekið að rækta vín á Ungverja- landi og fýzkalandi (Mósel- og Rínarhéruðunum); er mælt, að Próbus keisari (276—282) hafi verið hvatamaður þess. Á norður- strönd Afríku var og vín ræktað að nokkrum mun í fornöld og í suðvesturhluta Asíu voru vínsæl lönd; einkum var Persía ágæt- lega fallin til vínyrkju, en austan Indusfljóts getur hennar ekki að neinu. Á miðöldunum breiddist ræktun vínviðar nokkuð út og jafn- vel til norðlægra héraða, þar sem engar vínekrur eru á vorum dögum. Karl mikli keisari lét sér mjög ant um vínyrkjuna og á búum hans voru skólar í þeirri grein, eins og í öðrum greinum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.