Eimreiðin - 01.09.1910, Blaðsíða 36
192
rekja sögu vínnautnarinnar sérstaklega í sambandi við sögu bók-
menta og lista á síðari öldum, því nálega allir hafa drukkið meira
og minna, og er það ekki undarlegt, því að það var um langan
aldur skoðan læknanna, að það væri holt og heilsusamlegt að
verða drukkinn við og við. En eins og áður hefur verið tekið
fram og ég skal síðar víkja að, getur sem stendur varla nokkur
óhlutdrægur maður dregið það í efa, að bókmentir, listir og jafn-
vel vísindi eiga víninu mikið að þakka. Skuggahliðar vínsins og
annarra áfengra drykkja eru ekki verkefni mitt hér; það væri að
bera í bakkafullan lækinn að skrifa um það. En ef alt er satt,
sem nú er ritað og sagt um skaðsemi áfengisins, jafnvel þegar
þess er neytt í hófi, þá ættu hinar indógermönsku þjóðir, sem
allra þjóða mest hafa neytt þess og það um ekki skemri tíma en
alt að þrem þúsundum ára, að vera nú úrkynja og gerspiltar.
Þó eru þær nú drotnendur heimsins og hafa komist upp á hæstu
tinda þrifa og menningar, sem nokkurri mannlegri veru hefur
auðnast að ná.
Margvíslegar tilraunir og rannsóknir hafa verið og eru stöð-
ugt gerðar af vísindamönnum vorra tíma viðvíkjandi áhrifum áfeng-
isins á mannlegan líkama. Pær hafa enn sem komið er ekki til
fullnustu getað sýnt áhrif þess á sálarlífið og ímyndunaraflið, og
það stendur ennþá óskýrt, hvort það örvar og glæðir hið skapandi
afl mannsandans. T'etta atriði þarf þó skýringar, því að það er
kunnugt,- að mörg mestu skáld heimsins hafa neytt áfengis, og
það jafnvel í óhófi, alt frá Anakreón og Hóraz og ofan að Byron,
Póe og Swinburne. Líklega mætti eitthvað líkt nefna úr því litla
ríki, sem heitir nýíslenzkar bókmentir. Og í sögu vísindanna má
finna lík dæmi. Pað er ekki ófróðlegt í þessu tilliti að lesa bréf
Edvard Gibbon's, eins hins mesta sagnaritara síðari tíma. Hann
var í Lausanne að rita hið ódauðlega verk sitt, »Hnignun og fall
rómverska ríkisins«, og lítur út fyrir, að honum hafi þótt madeiran
góð í þann tíð, því að jafnskjótt sem forði hans af því víni þvarr,
skrifaði hann Sheffield lávarði, og bað hann að senda sér meira,
því að nú væri madeiran lífsnauðsyn fyrir sig og sína frægð, og
lávarðurinn sendi honum hvert uxahöfuðið eftir annað. Ég álít
ekki, að þessi og þvílík dæmi sanni nægilega ágæti eða skaðleysi
hóflegrar vínnautnar, en vér verðum að krefjast þess, að vísindin
skýri þau og sýni, að þau séu einkisvirði, áður en Bakkus er sak-
feldur og gerður landrækur með öllu. Enginn heilvita maður getur