Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1910, Blaðsíða 20

Eimreiðin - 01.09.1910, Blaðsíða 20
176 vélarnar að hvíla sig. Menn skyldu nú ætla, að hinar miklu endur- bætur, sem gerðar hafa verið á loftskipunum á síðustu tímum og sigurfarir þeirra hér í álfu, hefðu alveg gert flugvélar óþarfar og svæft fluglistina fyrir fult og alt. En það er öðru nær. Einmitt undir lok 19. aldar, þegar loftskipin fara að taka mestum fram- förum, og mestar vonir fara að vakna um, að þau verði að full- um notum, þá lifnar einnig yfir fluglistinni, og menn fara af kappi að vinna að flugvélunum og reyna að búa þær þannig úr garði, að þær geti kept við loftskipin. í*að jók mjög áhugann á endur- bótum flugvélanna, að loftbelgurinn þótti illur dröttur við loftskipin. Auðvitað heldur hann skipunum í lofti, en hann dregur mikið úr flughraðanum, og mikinn kraft og sterkar vélar þurfti til að knýja þau bákn áfram í loftinu. Auk þess hleypa belgirnir mjög fram verði skipanna, og vetnið, sem þeir eru fyltir með, er mjög dýrt, og þarf stöðugt við það að bæta, því mikið af því gengur í súginn í hverri ferð. Petta gaf fluglistinni byr í seglin; að finna loftför, sem svifið gætu um loftið án loftbelgs, líkt og fuglarnir, var augljóslega þýðingarmikil framför. Enda tóku ýmsir hugvitsmenn að gera tilraunir í þá átt, með allgóðum árangri, á síðasta tug 19. aldar- innar. * * * Fluglist dýranna er á mjög misjöfnu stigi. Flugíkornar og flugdrekar hafa flugfit, sem þeir geta svifið á af hærri stað á lægri. Leðurblökurnar hafa reglulega vængi með flugfit; þær geta bæði svifið, og knúið sig áfram í loftinu með því að veifa vængj- unum, og um leið hækkað og lækkað flugið eftir vild. Strúturinn getur ekki lyft sér frá jörðunni eða svifið, hann getur aðeins veif- að vængjunum og á þann hátt létt fyrir sér, þegar hann hleypur. Hænsnin geta aðeins flogið með því, að veifa vængjunum ótt og títt, en þau geta lítið sem ekkert svifið.1) Máfum og öðrum góð- um flugfuglum er aftur »létt um svif«; stundum veifa þeir aðeins endrum og sinnum vængjunum á fluginu, en þess á milli svífa þeir alllengi á útþöndum vængjum. Beztu flugfuglarnir eru vana- lega góðir sviffuglar og hafa menn með rannsóknum komist að *) Ég kalla, að fuglarnir svífi, þegar þeir líða um loftið án þess að veifa vængjunum, enda mun það vera hin alþýðlega merking í orðinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.