Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1912, Síða 3

Eimreiðin - 01.05.1912, Síða 3
79 mótstöðumanns þeirra. Pað er eigi kynlegt, þótt Glúma sýni hamingju þeirra langfeðga í hillingum, þar sem Glúmur var svo vel kvæntur. En konurnar eru annað og verra stundum, en varðhaldsverur og græðsludísir. Eær kveikja stundum ófriðareldinn og hrísla blóð- drefjunum út yfir nágrennið. Fornmenn þektu einnig þau dæmi. Par kemur nornaeðlið í ljós, sem Hildur táknar, seiðnornin, sem situr í einum skógarrunni — þ. e. ósýnileg — og horfir á Hjaðn- ingavíg. Hún vekur upp valinn og lætur hrikaleikinn taka til að morgni, þar sem honum lauk kvöldið áður. Pað er eftirtektarvert, að kona er látin fremja þetta verk. Hildur þýðir sama sem barátta. Hildur er og kölluð Göndul í fornmálinu. Vér köllum það að göndla, þegar snúið er í flýti upp á þráð. Petta sýnir hugsunina bak við og þá miklu fjarsýn, sem goðafræðin geymir. Okkur dettur í hug, að þessi nöfn séu valin baráttunorninni, af því að vonda konan í mannheimi veldur þessu öllu: uppvakinni, endalausri baráttu, og að hún snúi upp á og flæki saman örlagaþræði þeirra, sem baráttuna heyja. En hún situr sjálf hjá og horfir á leikinn frá ómunatíð til ei- lífðar. Víga-Glúmssaga segir frá hamingjunni eins og konu, sem kemur fótgangandi yfir hafið og gnæfir við hæstu fjöll. En hún sýnir og hina myndína, í draumskuggsjá skáldsins, sem sagan er af. Víga-Glúm dreymdi fyrir ógæfu sinni jafn-ber- lega, sem hann dreymdi fyrir gengi sínu. Hann þóttist »úti staddr ok sá konur tvær. Pær höfðu trog í milli sín ok námu þar stað- ar á Hrísateigi ok jósu blóði um héraðit alt.« Víkingleg mynd og voðaleg! Hún er ekki svefnhulu sveipuð né dregin draumblæju, sýnin þessi. Parna birtust Glúmi atburðir næstu daga, svo berir og augljósir, sem atburðir geta sénir orð- ið í draumi. Og þó er myndin líking. Konur áttu engan þátt í því, að Glúmssaga er víga-Glúmssaga. Pær áttu engan þátt í vígaferlum þeim, sem sagan snýst um. En þó er eins og þessi mynd sýni alla fornöldina í saman- dreginni hrikamynd, að því leyti sem konurnar tóku þátt í lífinu. Petta: að konurnar jósu út blóðinu úr troginu, sem þær halda milli sín — það minnir átakanlega á þann þátt, sem konurnar áttu í viðburðum sögualdarinnar; því að þær eru eimyrjan í eldfjöllum 6*

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.