Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1912, Blaðsíða 3

Eimreiðin - 01.05.1912, Blaðsíða 3
79 mótstöðumanns þeirra. Pað er eigi kynlegt, þótt Glúma sýni hamingju þeirra langfeðga í hillingum, þar sem Glúmur var svo vel kvæntur. En konurnar eru annað og verra stundum, en varðhaldsverur og græðsludísir. Eær kveikja stundum ófriðareldinn og hrísla blóð- drefjunum út yfir nágrennið. Fornmenn þektu einnig þau dæmi. Par kemur nornaeðlið í ljós, sem Hildur táknar, seiðnornin, sem situr í einum skógarrunni — þ. e. ósýnileg — og horfir á Hjaðn- ingavíg. Hún vekur upp valinn og lætur hrikaleikinn taka til að morgni, þar sem honum lauk kvöldið áður. Pað er eftirtektarvert, að kona er látin fremja þetta verk. Hildur þýðir sama sem barátta. Hildur er og kölluð Göndul í fornmálinu. Vér köllum það að göndla, þegar snúið er í flýti upp á þráð. Petta sýnir hugsunina bak við og þá miklu fjarsýn, sem goðafræðin geymir. Okkur dettur í hug, að þessi nöfn séu valin baráttunorninni, af því að vonda konan í mannheimi veldur þessu öllu: uppvakinni, endalausri baráttu, og að hún snúi upp á og flæki saman örlagaþræði þeirra, sem baráttuna heyja. En hún situr sjálf hjá og horfir á leikinn frá ómunatíð til ei- lífðar. Víga-Glúmssaga segir frá hamingjunni eins og konu, sem kemur fótgangandi yfir hafið og gnæfir við hæstu fjöll. En hún sýnir og hina myndína, í draumskuggsjá skáldsins, sem sagan er af. Víga-Glúm dreymdi fyrir ógæfu sinni jafn-ber- lega, sem hann dreymdi fyrir gengi sínu. Hann þóttist »úti staddr ok sá konur tvær. Pær höfðu trog í milli sín ok námu þar stað- ar á Hrísateigi ok jósu blóði um héraðit alt.« Víkingleg mynd og voðaleg! Hún er ekki svefnhulu sveipuð né dregin draumblæju, sýnin þessi. Parna birtust Glúmi atburðir næstu daga, svo berir og augljósir, sem atburðir geta sénir orð- ið í draumi. Og þó er myndin líking. Konur áttu engan þátt í því, að Glúmssaga er víga-Glúmssaga. Pær áttu engan þátt í vígaferlum þeim, sem sagan snýst um. En þó er eins og þessi mynd sýni alla fornöldina í saman- dreginni hrikamynd, að því leyti sem konurnar tóku þátt í lífinu. Petta: að konurnar jósu út blóðinu úr troginu, sem þær halda milli sín — það minnir átakanlega á þann þátt, sem konurnar áttu í viðburðum sögualdarinnar; því að þær eru eimyrjan í eldfjöllum 6*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.