Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1912, Side 4

Eimreiðin - 01.05.1912, Side 4
8o atburðanna, sem gosunum veldur, og dreggin í munngátinu því, sem æsir ólguna í mannssálinni, — bæði íþróttamannsins víga- gjarna og skáldsins orðhepna. Pað er ekki hugljúft efni, né heldur inndælt, að fjalla um þær fornaldarkonur, sem í raun og veru halda á blóðtrogi og ausa blóðinu yfir löndin. En þó er það efni mikilfenglegt og veiga- mikið umræðuefni. Pessir kvenskörungar vóru miklir í skapi, kostakvendi í aðra röndina, en megingallaðar í hina. Sagan lýsir þeim á þennan hátt. Og vér vitum vel, að hún segir satt frá þeim, því að ennþá eru mikilmennin brend með þessu marki, bæði konur og karlar. Sama konan jós út blóði í heiftarhug — sú hin sama, sem gerði sér gælur við barn sitt og elskhuga og sat við sauma, alt eftir því, hvernig vindurinn blés í andrúmi á- stríðanna. En þótt þetta efni sé ekki hugljúft, er það þó þess vert, að það sé rannsakað og rætt. Saga Guðrúnar Ósvífrsdóttur er alls enginn sólskinsblettur í landi gullaldar-sagnanna. Hún vekur sárindi, öllum þeim, sem lesa hana og heyra; og munu þau áhrif vara, meðan sagan verður lesin. Alstaðar sér í rauða skör kringum Guðrúnu og blóð renn- ur úr þeirri rauðu skör, og alt af hennar völdum. Pó hafa rit. listarmenn gullaldarinnar fært sögu hennar í letur, og lagt sig mjög í framkróka, til að gera þá sögu nákvæma og áhrifamikla. Peim sýndist þetta: að rita um sársauka og kvalræði mannlífsins — til sársauka og kvalar öllum lýð, þeim sem land vort byggir um ókomnar aldir. Og því ekki það? — Sjálfur höfundur tilver- unnar skapar lífið með sársauka og lætur hann fylgja lífinu, eins og skugginn fylgir einstaklingnum. Pað væri undarlegt, ef sagnasmiðir hlífðust við að segja frá þeim sársauka, sem höfundur tilverunnar skapar öllum mönnum og lætur fylgja þeim frá vöggunni til grafarinnar. Pá er ég kominn að aðalefninu. Og aðalefnið er Guðrún Ó- svífrsdóttir. — Hún hefir verið litin ýmsum augum og misjöfnum, eins og gerist um þá menn, sem mikið er í spunnið. Peir verða jafnan fyrir aðkasti, en aldrei fá þeir einróma lof, hvorki lífs né liðnir. Og svo er um Guðrúnu. Um hana hefir mentamaður einn, og skáldmæltur, kveðið þessa vísu:

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.