Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1912, Side 5

Eimreiðin - 01.05.1912, Side 5
8i »Trygð og gæðum gekk á bug Guðrún Ósvífrsdóttir; fold var klæða flá í hug flenna bæði og grimmúðug.« Varla verður tekið dýpra í árinni um konu, en hér er gert, Pegar henni á að gera til smánar. Vísan greinir alt það, sem þarf til þess, að kona sé smánuð í orðum, að því undan skildu, að henni er þó ekki brugðið um þjófnað. Og sannast að segja, er hægt að finna þessum sáryrðum stað í sögu Guðrúnar — þegar sagan er lesin ofan við kjölinn. En þegar Laxdæla er lesin niður í kjölinn, þá sýnist mér blasa við hugskotssjóninni önnur mynd og fegri af Guðrúnu. Lát- um okkur nú líta á það, sem hægt er að lesa um Guðrúnu niðri í kjölnum sögunnar. Ear er þá til máls að taka, er Guðrún er gift Porvaldi í Garpsdal. fá var hún fimtán vetra. Faðir hennar fastnaði hana á alþingi og spurði hana ekki um vilja sinn. Pvílíkt hrossaprang með skapstóra konu og ágæta. Varla finnast dæmi þess í sögunum, að nokkur faðir færi svo illa með ágæta dóttur sína. — Sagan segir, að Guðrún léti sér að þessu »ógetit, ok var þó kyrt«. En stirðar vóru samfarir þeirra hjóna, og það sést milli lín- anna í Laxdælu, að Guðrún gerði sér kæran annan mann, Pórð Ingunnarson. Hann var kvongaður maður, en unni ekki konu sinni, hafði gifst henni til fjár. Eórður var gáfumaður og þau Guðrún hvort við annars hæfi. — Eg mun ekki verða til þess, að kasta steini á Guðrúnu fyrir þessar tiltekjur sínar. Gamall málsháttur kveður svo að orði, að sá, sem á það, sem hann elskar ekki, elskar það, sem hann á ekki. Guðrún er ekki vítaverð, þótt hún ræki sig á það skerið, sem allir menn stranda á, sem komast í þessháttar grunnsævi. Auðveldara miklu er að tala um það, að hægt sé að þræða þar milli skers og báru, heldur en hitt, að gera það. Porvaldur laust Guðrúnu kinnhest, eitt sinn, þegar hún beiddi hann gripakaups, og sagði hún þá skilið við hann; og eftir það giftist hún Eórði Ingunnarsyni. Hún naut Pórðar skamma stund. Hann druknaði. — Pá kemur Kjartan tii sögunnar, og nú er Guð-

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.