Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1912, Side 8

Eimreiðin - 01.05.1912, Side 8
84 sem hún bar til hans. Og ef ég sé rétt, þá var nú ásökun og sársauki í augnaráðinu hennar, þar í Hjarðarholti. Guðrún sá moturinn í þessari veizlu »ok leit á um hríð ok ræddi hvárki um last né lof.«—Stolið var sverði Kjartans í þess- ari veizlu, því sem Ólafur konungur gaf honum, mikilli gersemir og var kendur stuldurinn bróður Guðrúnar.— Motri Hrefnu var og stolið í næstu veizlu að Laugum, og var Guðrúnu kendur sá stuldur, og haldið, að hún mundi hafa brendan þann dýrgrip. Hún þrætti þess ekki, en lét í veðri vaka, að þar hefði hún leit- að eftir sínu; því að Ingibjörg konungssystir sendi henni gripinn að bekkjargjöf. Kjartan þoldi nú ekki lengur mátið. Hann bar stuldina á Laugamenn. Pá mælti Guðrún þessum orðum: »Par raufar þú nú þann seyði, Kjartan, at betr væri at eigi ryki.« Eftir þetta tókust af heimboðin. En um veturinn eftir jól safnar Kjartan að sér mönnum og urðu saman sex tigir. Peir riðu til Lauga, tóku dyr allar á bænum og bönnuðu mönnum út- göngu. »1 þann tíma var þat mikil tízka, at úti var salerni, ok eigi allskamt frá bænum, ok svá var at Laugum.« Kjartan »dreitti þau inni þrjár nætur« og reið síðan heim. Nú gerðist fullur fjandskapur með Hjarðhyltingum og Lauga- mönnum. Petta þótti vera einhver mesta svívirðing, sem hægt var að gera. Laugamönnum þótti þessi svívirðing verri, en þótt menn hefðu verið drepnir fyrir þeim. Guðrún ræddi fátt um, »en þó fundu menn þat á orðum hennar, at eigi væri víst, hvort öðr- um lægi í meira rúmi en henni.« Nú var það næsta bragð Kjartans, að hann ónýtti landkaup Laugamanna og dró undir sig kaupréttinn. Pá þoldi Guðrún ekki lengur ofríki Kjartans. Annaðhvort var að gera, að þola yfirgang hans og beygja sig undir hann, eða ráða ofjarlinn af dögum. Guðrún gerir nú Bolla tvo kosti, annar var sá, að drepa Kjartan; hinn var sá, að hún gengi frá Bolla að samvistum. Bolli var tregur til, en þó tók hann vopn sín og rauð Fótbít í blóði fóstbróður síns. Og hvað var hægt að gera annað en þetta, þegar málunum var komið í það öngþveiti, sem þau vóru þá komin í? Petta var á vígaöld, þegar mannsblóð var viðlíka algengt fyrir augum, sem kaffi er nú á dögum. Guðrún kom til leiðar þessu verki með áeggjan sinni. Hún

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.