Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1912, Blaðsíða 12

Eimreiðin - 01.05.1912, Blaðsíða 12
88 Ég hefi nú litið yfir viöskifti Guðrúnar Ósvífrsdóttur og Kjartans Ólafssonar og komist að þeirri niðurstöðu, að sá mis- brestur, sem varð á hátterni henhar, hafi stafað af vonbrigð- um, skapstærð og hefnigirni. Tímarnir, sem hún lifði á, vóru þannig, að mikilsháttar menn og hugumstórir þóttust ekki halda sæmd sinni, nema því að eins, að krókur kæmi móti bragði og dalur móti hól. — Hefnigirnin var einhver sterkasti þátturinn í hátterni fornmanna, og er svo að sjá, að hún hafi verið viðlíka hörð í horn að taka á dögum Guðrúnar og Éorgerðar Egilsdótt- ur, sem hún var á dögum Völsunga-kvenna. Reyndar eru sögurnar þær enn þá stórfenglegri, en sögurnar af íslenzku konunum. En Völsungasagnirnar eru meira blandnar skáldaýkjum og skrökmálum. Peir viðburðir sjást jafnan í hilling- um, sem svo eru fjærlægir. Afrek manna og íþróttir í fjarska lið- inna tíma — þau hillir því líkt sem klett í hafi. Og hermdarverk- in vaxa mönnum í augum að sama skapi í fjarlægðinni. Nú er ég kominn áleiðis þangað, sem ferðinni er heitið, frá Guðrúnu Ósvífrsdóttur, til Signýjar Völsungsdóttur. — Völsungur konungur lifði sex vetur, að sögn, í móðurkviði, áður en hann sá dagsljósið, og er sagt, að hann strengdi þess heit í búri sínu, að flýja hvorki eld né járn. Sagan segir, að móðir hans væri særð eftir barninu þ. e. a. s. skorin upp eftir því, og þá dó hún, sem von var. Völsungur var einhver mesti herkonungur í fornum sið. Hann gifti Signýju dóttur sína, nauðuga, Siggeiri konungi. Siggeir sveik Völsung í trygðum og lét drepa hann og bræður Signýjar, nema Sigmund, sem komst undan, einn af átta, Signý fyltist nú heift og harmi af þessum sökum öllum sam- an og hugði á harðar hefndir. Hún sendi sonu sína og Siggeirs konungs á fund Sigmundar bróður síns, þangað sem hann hafðist við úti í skógi, og áttu þeir að efla hann til hefnda. Sigmundur drap þá báða að ráði móður þeirra; því að þeir vóru huglitlir. Eftir það skifti Signý yfirbragði við seiðkonu eina og fór til bróð- ur síns í skóginn, þar sem hann var í jarðhúsi og þar var hún hjá honum þrjár nætur og þar gat hann við systur sinni Sin- fjötla. Sinfjötli varð mikill hervíkingur og hinn mesti grimdarmað- ur. Hann drap systkin sín tvö að áeggjati Signýjar, og lét sér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.