Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1912, Page 21

Eimreiðin - 01.05.1912, Page 21
97 menn, en nöfnum þeirra hefi. ég gleymt. Mér er einkum mintiis- stæður uppgjafa herforingi, sem á var fyrirtaks ijónsandlit. Fékst hann nú í elli sinni við rannsóknir á rómverskum fornmenjum. Ymsir vísindamenn vóru þarna líka, auk Pencks, sem verður að telja með þeim fremstu í sínum greinum, eins og veðurfræðingur- inn Hellmann. Að vera kennari við háskólann í Berlín er mikil virðingarstaða, því að þangað er valið úr kennurum við aðra þýzka háskóla, og þó að stundum mætti sjálfsagt velja betur, þá má þarna heita einvalalið. Og slík staða er ekki lítil hjálp til að öðlast orðstír í vísindaheiminum, því að á Pýzkalandi er ekki fremur en annarsstaðar, eða jafnvel síður, nóg að vera mikill af sjálfum sér, ríkið verður að marka manninn, það er embættið, sem virðingar nýtur, meir en maðurinn, hversu framúrskarandi sem hann er. Kemur þetta mest af því, að flesta vantar dóm- greind, til að þeir geti sjálfir séð, hvað þeir menn eru í rauninni, sem þeir umgangast, og nokkuð af því, að það sem menn helzt bera lotningu fyrir, er það vald, sem stöðuna hefir veitt. F'rú Elísabet Nietzsche, systir heimspekingsins fræga, sagði mér, að heldur hefði bróður hennar þótt vinirnir fækka, eftir að hann sagði af sér háskólakennarastöðu, og þótti þeim minka við það vegur hans, sáu ekki hvers virði maðurinn var og hversu mikinn rétt hann hafði til að segja: Die Berufenen brauchen keinen Beruf. Kallaðir þurfa ekki embættis við, til að geta unnið gagn sjálfum sér, þjóð sinni og mannkyninu, og eiga rétt á sér. Útaf þessum hugleiðingum verður mér að minnast þess, hvað Berlín er konunghollur bær. Hvar sem gengið er um þessa stræta- breiðu borg, blasir við hið hrokafulla og harða andlit keisarans Vilhjálms II., einkennilega harðmynt eða harðmúlað af viljafestu. Keisarasynirnir eru auðvitað líka víða á myndum, og einkum keisaraefni og sonur hans, fárra ára, sem getur orðið keisari Pjóðverja seint á 20. öld, þegar margt getur orðið breytt frá því, sem nú er, og japanaðir Kínverjar verða ef til vill búnir að fá yfirráðin í Evrópu og Ameríku, sakir heimsku og sundurlyndis hvítra manna, sem hafa fyrir guði þá Mammon og Mólokk og dýrka þá með hroðalegum mannblótum, eins og þegar einhverjir veslings Italir eru skornir sundur lifandi, lið fyrir lið, í Afríku, og píndir á hryllilegasta hátt, af því að einhverja gróðagyðinga ítalska, og ef til vill aðra, og gróðaklerka langaði til að auðgast á jarðakaupum þar suður frá. Keisaraefnið yngsta er afmyndað

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.