Eimreiðin - 01.05.1912, Page 25
IOI
Svb. Sveinbjörnsson, tónskáld.
(Minni hans í samsæti að Garðar, N. Dak., i. okt. 1911.)
Vertu' okkur velkominn gestur,
vinsæla tónskáldið góða,
hingað, sem vorsvanur, vestur,
vorið í sönglist að bjóða!
Héðan er farfugla fjöldinn
fluttur með ljóðhörpu sína.
Heill þeim, sem haustþögul kvöldin
hlusta á strengina þína.
Þökk fyrir lagsnilli Ijóða!
iLands vors guð« strengina glæddi.
alveldis ómana góða;
óðsnild í söngbúning klæddi
andinn, sem aldrigi þreytist;
yngist í tónanna heimi
sálin, þó blómæfin breytist.
Blessi þig drottinn og geymi!
Lengi við eldfjör í anda,
ómstrengi höndin þín slái!
Sönglist er ljós allra landa,
lyftandi hjörtum úr dái.
Tónlistar töfraverk heimur
tignar, sem heilaga dóma;
hjörtum, sem alfagur eimur,
ódáins-strengirnir hljóma.
Sæll er þinn söngelski andi!
— Seztu við hljóðfærið niður!
Vertu sem lengst hér í landi,
að lífga’ okkur strengina viður!
Vertu’ okkur velkominn gestur.
vinsæla tónskáldið góða,
hingað, sem vorsvanur, vestur,
vorið í sönglist að bjóða!
LÁRUS THÓRARENSEN.
Líkami mannsins.
Ekkert er til, sem er jafn-dásamlega gert eins og líkami manns-
ins, né jafn-ágætlega fallið til að gegna hlutverki sínu eins og hann.
Hörundið er sá furðulegasti vefur, sem til er. Það er mjúkt eins
og silki, fjaðurmagnað eins og stál, litfagurt og viðkvæmt eins og
krónublað á blómi, þó haldgott eins og leður, en nærri því gagnsætt,
og enn fremur er það einhver versti rafaflleiðari, sem menn þekkja.
— ég þori ekki að líta upp, þegar ég sé hann gamla Tuma. Eða hverju ætlaðirðu
nú að svara honum, ef að þú værir kominn í minn stað?« . . .
í bréfi, dags. 2. ág. 1841, sendir Jónas Konráði erfiljóð sín eftir Tómas og
bætir svo við:
»Laugardagskveldið fyrir hvítasunnu var mér sagt látið hans, og var ég jafn-
framt beðinn um austan að, að vera kvöldið eftir búinn með ágrip af æfi hans, er
hafa mætti við útförina, þar séra Jóhann Björnsson, sem hann hafði beðið að
kasta moldu á sig, þóttist ekki fær um það sökum ókunnugleika. Eg myndaðist þá
við það, og sat í því á hvítasunnudaginn — þú getur nærri það hafi verið skemti-
legt hátíðarverk. Guð friði sálu hans.«