Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1912, Side 27

Eimreiðin - 01.05.1912, Side 27
103 Margarethe Lehmann-Filhés. Hinn 17. ágúst 19x1 andaðist fröken Magrét Lehmann- Filhés í Berlín. Tryggari vinkonu hefir Island ekki átt erlendis; hún kunni íslenzku prýðisvel og hafði slíkan áhuga á íslenzkum bókmentum og var svo heilluð af íslenzkum þjóðfræðum, að hún gat varla um annað talað eða hugsað, eftir að hún hafði sökt sér niður í þau fræði. Fröken Margrét var fædd í Berlín 1. septem- ber 1852 og var af góðu bergi brotin, komin af gáfuðu mentafólki. Faðir hennar prófessor Rudolf Lehmann (f 1865) var merkur fræðimaður, og móðir hennar, Bertha Filhés, samdi skáldsögur, hún var sífjörug og sí- ung og lézt hátt komin á níræðisaldur (á 87. ári) 4. sept. 1905. Systkinin tvö tóku upp nöfn beggja foreldranna og skeyttu þau saman. Bróðirinn, prófessor, dr. Rudolf Lehmann-Filhés, er mik- ilsmetinn stærðfræðingur og stjörnufræðingur, ritari í félagsstjórn þýzkra stjörnuspekinga. Fröken Margrét Lehmann-Filhés var snemma til menta sett, lauk námi í einum af hinum helztu kvennaskólum í Berlín og naut svo einkakenslu í ýmsum vísindagreinum með dætrum hins heimsfræga líffræðings du Bois-Reymond. Sérstaklega var hún hneigð fyrir stærðfræði og málfræði og varð ágætlega vel að sér í fornum og nýjum tungumálum. Pað sýndi sig síðar, hve ágætan undirbúning hún hafði fengið, því það, sem einkendi hana mest, var hinn mikli vísindalegi þroski og dómgreind, sem er sjaldgæf

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.