Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1912, Page 43

Eimreiðin - 01.05.1912, Page 43
Hér brostu í hlíðum blómin elskuleg, og barnsins hugð sú englasveitin jók; en grasafræðin fyrsta, er lærði ég ei fengin var úr neinni kenslubók. 1 anganblæ um sumars sælustund ég sat oft hugsi — lá og dreymdi rótt um blómin mín á bjartri dalsins grund og berin mín og lífsins unaðsgnótt. Ég rót og legg og blað og blóm þá las og bar á sárin mjólk úr fíflalegg. Éað dauða varði sérhvert sumargras í selstöð minni undir bæjarvegg. Frá jökulsóley síkisstráum að — frá sólarblómum hélurósa til ég safnaði öllum saman einn í stað og sjálfs mín gaf þeim líf og bernskuyl. Og blómin saman tengdi’ eg traust í band, og trúvirk bernska knýtti enda þess við hjarta mér og æskuóraland, og yfir því ég söng mitt fyrsta vess. Ég gaf því kærleik, trú og ást og trygð, svo tognað gæti, en aldrei slitnað þó. Ég gaf því alt, sem augað leit í bygð og um mig dreymdi í lofti, jörð og sjó. Ég skírði það í lind og læk og sæ, í léttri dögg og þungum jökulám. Ég þerði það í sól og sunnanblæ, í svölum stormi og vetrarhimni blám. Ur kveld- og morgunroða teygði’ eg taug, sem tvinnaði’ eg við bandsins meginþátt, Ég vígði það úr himins helgri laug, og himna-drottinn gaf því trúarmátt.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.