Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1912, Qupperneq 54

Eimreiðin - 01.05.1912, Qupperneq 54
130 Ég ætla ekki að fara að rita æfisögu Magnúsar sál. Brynj- ólfssonar, þó engum væri það skyldara en mér, þar sem hann var hjartfólginn æskuvinur minn og velgjörðamaður. En bæði er það, að ég kyntist honum lítið persónulega eftir það, að hann fór að gefa sig við opinberum störfum, (þó við að vísu hefðum altaf bréfaviðskifti); og svo er hitt, að bróðir hans, Hon. Skafti B. Brynjólfsson, ritaði í fyrra (í »Heimskringlu«, sem út kom u. ág.) ágæta grein um hann, og tók þar fram hin helztu atriði æfi hans, og lýsti rétt og hispurslaust lundareinkennum hans og hæfileik- um. Og ber öllum saman um það, er ritgjörð þá hafa lesið, að hún sé snildariega samin og vel úr garði gjör að öllu leyti. Og vísa ég því til þessarar ritgjörðar þeim, sem vildu vita um starf þessa merkilega manns (M. B.) og æfi hans yfir höfuð. En mig langar til að skrifa nokkur orð um æsku-ár Magnúsar, og lýsa honum, eins og hann kom mér fyrir sjónir og reyndist mér, þegar við vórum drengir. Ég man eftir því, er ég sá hann í fyrsta sinn, rétt eins og það hefði verið í gær. Það var austur í Nýja-Skotlandi, í íslenzku nýlendunni þar, á hinum hrjóstrugu Mooselands-hálsum Éað var í desembermánuði 1875. Við vórum þá báðir á tíunda árinu. Éá um haustið kom ég með foreldrum mínum frá Islandi, en hann kom þangað um vorið frá Ontaríó, því til Ontaríó fluttist hann og fólk hans frá Islandi sumarið 1874. — Ég man það, að mér varð sérlega starsýnt á þenna fallega, gáfulega og góðlega dreng, þegar ég sá hann fýrst. Ég fann það glögt, þó ég væri barn, og hann væri barn, að það var eitthvað við hann, sem dró mig ó- sjálfrátt að honum, eitthvað það, sem kom mér ósjálfrátt til að bera djúpa viröing fyrir honum, dást að honum og elska hann. — Hann var fremur stór vexti eftir aldri, fallega vaxinn og fjör- legur piltur, var rjóður í kinnum og heilsugóður, bjartur yfirlitum og með glóbjart hár. Ennið var mikið, augnabrýnnar hvelfdar, augun djúp og gáfuleg, og öll framkoma hans aðlaðandi og um leið djarfleg, Röddin var skær og einkennilega hreitnfögur, og varð tneð aldrinum sterk og snjöll og tilkomumikil og lýsti ein- beitni og sjálfstrausti, sem þó var alveg laust við alt yfirlæti og tilgjörð, — Ég heyrði alla segja það, að hann væri efni í góðan mann, og mundi verða allra manna höfðinglegastur sýnum með aldrinum. Enda kom það brátt í ljós, því hann varð einhver hinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.