Eimreiðin - 01.05.1912, Síða 55
tígulegasti og mætasti maður, sem verið hefir með Vestur-íslend-
ingum.
Frá því að Magnús var níu ára gamall og þangað til að hann
var kominn á sextánda árið, átti hann heima í íslenzku nýlend-
unni á Mooselands-hálsum, og var allan þann tíma með foreldr-
um sínum. Á því aldurskeiði er mannssálin næmust fyrir óllum
áhrifum, sem að utan koma, og maður býr að því um alla æfi,
sem hann nemur þá og iðkar. En lífið í nýlendunni í Mooselandi
var alt annað en glæsilegt. Jarðvegur er ákaflega hrjóstrugur þar
á hálsunum, og frumbýlingurinn varð að berjast við myrkvið og
stórgrýti hvíldarlaust árið um kring, til þess að geta dregið fram
lífið. Allir, bæði ungir og gamlir, urðu að vinna þar erfiðustu
stritvinnu. Þar var engum líft, nema frábærum atorku-mönnum.
Fæðið var af mjög skornum skamti og ekki til krafta, því þrátt
íyrir hinn aðdáunarverða dugnað og iðjusemi hinna íslenzku frum-
býlinga, þá var altaf þröngt í búi hjá þeim. Hjá innlendu fólki
þar nærlendis var örðugt að fá atvinnu, og sízt vel launaða. Pað
þótti gott, ef duglegustu menn gátu unnið sér inn hálfan dal
á dag, auk fæðis, við þyngstu vinnu, og vinnukonur einn dal á
viku í ströngustu vistum. — En aftur var veðurátta mild og hag-
stæð þar austur við hafið, vatnið gott og heilnæmt, og útsýni
víða yndisleg.
Margur mætti ætla, að í annarri eins baráttu og þeirri, er
háð var upp á líf og dauða við myrkvið og stórgrýti á Moose-
lands-hálsum, hafi lítill kostur verið á því, að glæða andlega hæfi-
leika unglinganna, og vekja hjá þeim þrá til að komast áfram til
mentunar og mannvirðingar. En þó undarlegt megi virðast, þá
var þar samt margt, sem stuðlaði að því, beinlínis og óbeinlínis,
að íslenzk ungmenni fengu þar meiri og betri mentun en ung-
menni í öðrum íslenzkum bygðum í Ameríku á þeim árum. —
Fyrst og fremst var það, að hið íslenzka fólk, sem tók sér ból-
festu í Nýja-Skotlandi, var yfir höfuð prýðisvel upplýst, eftir því
sem bændafólk gjörist, margt af því var sérlega gefið fyrir bæk-
ur og stórgáfað, eins og til dæmis: Brynjólfur faðir Magnúsar,
skáldið Sigurður Jóhannesson frá Manaskál, Jón Rögnvaldsson frá
Hóli á Skaga, Guðbrandur Erlendsson frá Gaukstöðum á Jökul-
dal, Halla Jónsdóttir frá Svarfhóli í Hnappdalssýslu, og margir
fleiri, sem hér yrði of langt upp að telja.—Fólk þetta flutti með
sér vestur um haf meira og minna af íslenzkum skáldritum og