Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1912, Page 56

Eimreiðin - 01.05.1912, Page 56
132 fræðibókum, og á vetrarkvöldum vóru bækur þessar lesnar af kappi. — Annað var það, að þar í nýlendunni var ekkert, sem leitt gat ungmennin út í glaum og léttúð. Par vóru mjög sjaldan haldnar gleðisamkomur og dansar, því öll hugsun manna snerist um það, að yrkja hina hrjóstrugu jörð, svo hægt væri að draga þar fram lífið. 011 skemtun unglinganna var þá aðallega í því fólgin, að lesa þær bækur, sem til vóru.—Og svo var hið þriðja það, að stjórnin í Nýja-Skotlandi lét byggja skólahús í íslenzku nýlendunni vorið 1876, og sendi hún þángað aldraðan kennara til að veita hinum íslenzku börnum fræðslu. Kennarinn hét Alex- ander Wilson, hálærður maður frá Skotlandi, en undarlegur nokkuð og sérvitur. Hann var mjög strangur og refsingasamur, en stundaði starf sitt með mestu elju og atorku, og tóku íslenzku börnin strax miklum framförum hjá honum. —- Sem kennari átti hann fáa sína líka. Svo þrátt fyrir fátæktina og baslið alt á Mooselands-hálsum, var þó ekki með öllu loku skotið fyrir það, að gáfaður og stór- huga piltur, eitis og Magnús Brynjólfsson, gæti aflað sér nokkurrar þekkingar. far var það einmitt, sem hann fékk þá mentun, er reyndist honum staðgóð og óhult var að byggja á síðar meir, þegar hann kom út í lífið. Hann fékk samt minst af þeirri ment- un innan skólaveggja (því í skóla sat hann trauðla lengur en hér um bil hálft annað ár), en það var í heimahúsum, sem hann hlaut hana mesta og bezta. Par var sá Mímis-brunnur, sem hann drakk úr í stórum teigum. Fræðslan, sem hann fékk þar, var bæði gó& og gagnleg, og hafði holl áhrif. Brynjólfur Brynjólfsson (faðir Magnúsar) var, fyrir margra hluta sakir, einn með þeim allra merkustu mönnum, sem komið hafa vestur um haf frá Islandi. Hann var frábær vítmaður, af- bragðs-vel mentaður (þó hann væri ekki skólagenginn), fróður um margt, og allra manna bezt máli farinn. Að umgangast hann, og hlýða á daglegt tal hans, var í sjálfu sér æðri mentun. fað var unun að heyra hann tala. Hann þekti til hlítar það, sem hann ræddi um, og sagði vel og skilmerkilega frá. Hann átti allmikið af bókum, og alt vóru það fræðibækur og merkustu skáldrit. Hjá honum, og öðrum bókamönnum þar í nýlendunni, fengum við ís- lenzku börnin bækur til að lesa. Pá var farið með hvert smá- kverið eins og helgan dóm. Við lásum með gaumgæfni hverja

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.