Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1912, Side 58

Eimreiðin - 01.05.1912, Side 58
»34 lag á milli foreldra og barna, en þar átti sér stað. Par var alt heilt og heilsusamlegt. Enda gat það ekki öðruvísi verið: faðirinn var sannkallað stórmenni og spekingur að viti, móðirin göfug og góö kona, svo hún átti fáa sína líka, og öll systkinin frábærlega vel gefin, djarfmannleg og drenglunduð. far var aldrei annað um hönd haft en það, sem í alla staði var gott og nytsamlegt og heiðarlegt. Á það heimili komu fleiri gestir en á nokkurt annað heimili í nýlendunni; þangað leituðu menn helzt ráða, þegar vanda bar að höndum, og þar ræddu menn málefni sín, áður en kallað var til almenns fundar. Par var ekki farið í launkofa með neitt, og drengirnir máttu því hlýða á samtalið, og heyrðu þá oft snjall- ar tillögur og viturleg ráð, og lærðu um leið að hugsa og haga vel orðum sínum. Börn Brynjólfs vóru sjö: fimm synir og tvær dætur. Var önnur þeirra elzt af börnunum, en hin yngst. Magnús var yngsti sonurinn. Peir vóru mannvænlegir, þeir Brynjólfssynir, fríðir sýn- um og gáfaðir. En vöxtulegastir vóru þeir Magnús og Skafti, og þóttu þeir bera af öðrum ungum mönnum. Pann tíma, sem Magnús gekk á skólann í nýlendunni, stund- aði hann námið af mesta kappi. Gáfur hans vóru miklar, skilning- urinn ljós og skarpur, augað glögt og minnið framúrskarandi. Eg hefi engan þekt, sem hafði eins gott minni. Þar við bættist hið mikla kapp og dæmafáa starfsþol, sem kom í ljós hjá honum strax á bernsku-árum. Og svo var vandvirknin eitt af því, sem einkendi hann. Hann hætti aldrei við hálf-unnið verk. Á öllu, sem hann vann, var innsigli vandvirkninnar ljóst og óafmáanlegt. Hann gat numið það á einu ári, sem flestir aðrir vóru að læra í tvö ár. - Pað var því ekkert undarlegt, þó hann væri altaf í fremstu röð í skólanum, og yrði lang-fremstur og helztur í öllum þeim fé- lagsskap, sem hann var viðriðinn. — I bréfi, sem herra Wilson (kennarinn okkar) skrifaði mér, þegar ég var kominn vestur til Winnipeg, segir hann: »Af öllum þeim íslenzku ungmennum, sem ég hefi kent, var Björn S. Brynjólfsson fljótastur að nema, en Magnús bróðir hans hafði langmestar gáfur af þeim öllum.« Og gamli herra Wilson vissi, hvað hann söng. En þessi orð hans um þá Magnús og Björn hafa meira gildi, þegar þess er gætt, að engin sérleg vinátta var með honum og Brynjólfsfólkinu, allra sízt síðustu árin, sem hann var í nágrenni við það. Eftir því tók ég fljótt, að Magnús lék sér ekki á sama hátt

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.