Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1912, Page 62

Eimreiðin - 01.05.1912, Page 62
138 Islendingur hefir veriö meira harmaður en hann. Ef til vill hefir engum Islending verið fylgt til grafar af meira fjölmenni. Bæði Islendingar og enskumælandi menn drifu að úr öllum áttum í hundraða-tali, til þess að vera við jarðarför hans; og á meðal þeirra vóru margir embættismenn og stórmenni, einkum úr Norður- Dakóta. Peir séra Rögnvaldur Pétursson og síra Hans Thorgríms- sen héldu þar ágætar ræður, og C. M. Cooley, dómari frá Grand Forks, flutti þar fagurt og snjalt ávarp fyrir hönd lögfræðingafé- lagsins í Norður-Dakóta. Viðhöfnin var mikil og vegleg, og sökn- uðurinn sár, er sýndi það, að verið var að fylgja sönnu stórmenni til grafar. — Ótal dagblöð fluttu fregnina um lát hans, og mint- ust hans sem stórmennis og bezta manns. Col. Ben. G. Whitehead, ritstjóri blaðsins »Williston State«,'segir í hinni ágætu ritgjörð sinni um Magnús, að hann hafi verið eitt hið mesta mikilmenni í Norðvesturlandinu og sannur mannvinur; og fer hann um leið mjög vingjarnlegum orðum um hinn íslenzka þjóðflokk. — Síra Friðrik J. Bergmann segir um Magnús (í »Breiðablikum« V. ár.— Nr. 2): »Einn mætasti maður og ástsælasti úr hópi Vestur-ís- lendinga er genginn til grafar.«—Mörg hinna beztu vestur-íslenzku skálda ortu hin fegurstu kvæði um hann; og kvæði hefi ég séð um hann eftir tvö enskumælandi skáld. Allir, sem þektu hann og kyntust honum, dáðust að honum, virtu hann og elskuðu, og sáu að hann var þjóðflokki sínum til stór-sóma og stuðlaði að því (ef til vill meira en nokkur annar Vestur-íslendingur), að íslendingar komust í gott álit hjá innlendum mönnum í Dakóta. Að sjálfsögðu hefir Magnúsi verið ábótavant í einhverju, eins og á sér stað um alla menn, hversu góðir og miklir sem þeir eru. En hver hans veika hlið héfir verið, veit ég ekki. Eg varð hennar aldrei var. Hennar gætti ekki, vegna þess að mannkost- irnir vóru svo miklir: hjartagæzkan, örlætið og drengskapurinn yfirgnæfðu. — Og gæfumaður var hann alla æfi — gæfumaður, að eiga góða og göfuga foreldra og mannvænleg og mikilhæf systkini — gæfumaður, að eignast gáfaða og elskulega konu, sem unni honum af öllu hjarta — gæfumaður, að vera virtur og elsk- aður af öllum, sem þektu hann og skildu hann rétt. — Frá vögg- unni til grafarinnar var hann sannkallaður gæfumaður. Og það gat ekki öðruvísí verið, því hann hafði flesta þá kosti til að bera, sem karlmann geta prýtt: fríðleik og karlmensku, atorku og þol- gæði, frábærar gáfur og göfuglyndi, og — hjartað á réttum stað.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.