Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1912, Side 66

Eimreiðin - 01.05.1912, Side 66
142 sé bezti og ljúffengasti maturinn, sem nokkurn tíma er á boö- stólum, og þó steikarilmur sé öllu öðru fremur ginnandi og innri rödd skipi að draga sig eftir björginni, hvar sem hún gefst. Sú rödd er frá þeim vonda og verður að bælast niður. Já — það er örðugt að lifa sómasamlegu hundalífi. Pað varð fljótt ljóst, að hundinum er ekki leyfilegt að fylgja sínum náttúruhvötum inni í húsum guðanna. ?ar eru ótalmargir hlutir svo heilagir (»tabu«), að ef snert er á þeim, bakar það hundinum ævarandi goðagremi. Úti er lífið frjálsara. Á nóttunni sefur seppi úti í hundaklefa. Nóttin kemur kol- dimm. Alt er kyrt og myrkrið grúfir svart og ægilegt yfir öllu. En í myrkrinu getur margt verið á sveimi, sem læðist og leitar uppi hverja smugu og situr á svikráðum við húsbóndann. fá má ekki falla í freistni og festa blundinn, heldur vaka og vakta sinn herra. Við hið allra minsta þrusk verður að stökkva út úr klef- anum og snuðra upp, hver það sé, sem raski rónni. Og hver sem það er, hvort það er dýr eða manneskja, já, jafnvel þó það sé bróðir þess guðs, sem skylt er að verja, og tali svipuðum rómi og hann, þá verður að gelta að honum og urra og ráðast á hann með blindri áfergju og í vígamóði, með glentum kjafti, og ekki einasta glepsa í hann, heldur læsa tönnunum djúpt inn í hold hans, svo hann finni duglega til þess. Og þó hann hamist á móti, bölvi áverkanum og berji á móti, þá má aldrei víkja, held- ur láta fyr lífið, en að sleppa dólginum áður enn hjálpin kemur. Petta er æðsta skylda hundsins, sem orðin er inngróin í sálu hans gegnum erfðir frá forfeðrunum, og þessi skylda er orðin yfir- sterkari hræðslunni við dauðann, og jafnvel ekki reiði og vilji mannsins getur bælt hana niður. I þessari skyldu hundsins gagn- vart húsbónda sínum lesum vér söguna af samvistum forfeðra vorra við hundinn, þegar þeir áttu í eilífum ófriði við allar lifandi verur. Pað er þessi ægilega ófriðarsaga, sem vakir enn á hverri nóttu í hugskoti vinar vors, sem haldið hefir trygðum við oss frá þessum róstutímum fornaldarinnar. Og þegar okkur verður á að sneypa hundinn fyrir, að hann gegnir þessari skyldu sinni svo ó- sleitilega, þar sem þess er engin þörf, af því nú drotnar friðar- öld og bústaðir vorir eru orðnir tryggari en áður, þá skilur seppt ekki í þessu og horfir á oss undrandi augum. Hann þykist viss í

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.