Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1912, Síða 67

Eimreiðin - 01.05.1912, Síða 67
J43 sinni sök og aö við höfum á röngu að standa, því hann muni enn vel þann sgamla sáttmála«, sem gjörður var í hellinum forð- um, þar sem vér bjuggum í fyrndinni, áður en vér þektum nokk- ur önnur húsakynni. Hann man enn þá »gamla sáttmála«, þó að hin svo kallaða mentun hafi daprað okkur sjón og minni, og hann þykist í rauninni vera nær hinum eilífa sannleika þessa lífs, þar sem fult er af torfærum og þar sem því óvíst es hvar óvinir sitja á fleti fyrir.« »Gáttir allar, áðr gangi fram. um skygnask skyli, um skoðask skyli; Lífið í gamla daga var svo einfalt og óbrotið, þá var bara hellisskútinn með opnar dyrnar fram að dalnum og ánni, og þá var engum blöðum um það að fletta, að hvað eina, sem nálgað- ist hellinn, og hvað sem sást á ferð úti á eyrunum eða við skóg- inn — það var óvinurinn — tvímælalaust. En nú á tímum er öldin önnur, og ilt að ganga úr skugga um ýmsa hluti. Maður verður að tolla í tízkunni og semja sig að siðum menningarinnar, — sem í alla staði er hvimleið — og látast skilja ýmislegt, sem í rauninni er öldungis óskiljanlegt. Pað er engu líkara en að hús- bóndinn ráði ekki lengur yfir jörðinni, og svo virðist, sem vald hans sé ýmsum flóknum takmörkum bundið. — Stundum sýnist húsbóndinn alveg búinn að gleyma greinarmun góðs og ills. Eins og t. d. þegar gamall og ljótur beiningakarl, illa til fara og ó- þverralegur, haltrar inn um hliðið, stefnandi að bakdyrunum og virðist búa yfir illu einu. Er þá ekki svo sem sjálfsagt að hefjast handa og ráðast á þennan skrattans karl, þennan gamla dóna, sem í beinan karllegg er kominn af sömu körlunum, sem vóru á gægjum og reyndu að ágirnast ýmislegt æti við hellisdyrnar í gamla daga? Jú, auðvitað sjálfsagt að gelta og stökkva á karlinn. En, mundi þá ekki vinnukonan koma út bálvond og lemja mann með eldskörungnum og hjálpa dónanum. Nei, — þetta er hverj- um hundi hreint og beint óskiljanlegt — Lífið er fult af margskonar ráðgátum og vonbrigðum, svo það er örðugt að koma sér svo fyrir á takmörkum tveggja heima, jafnólíkra og mannheimur er frábrugðinn heimi dýranna. IO'

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.