Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1912, Blaðsíða 69

Eimreiðin - 01.05.1912, Blaðsíða 69
145 hvort vér lifum eða deyjum, hvort vér förum eða komum heim aftur og taka engan þátt í sorg vorri né gleði eða brosi. Pau veita því enga eftirtekt, þó vér segjum eitthvað, ef vér ekki sig- um þeim um leið, eða sneypum. Og þegar þau líta framan í oss, þá er augnaráðið ýmist flóttalegt, eins og hjá hestinum, svo vér lesum út úr því viðbrigði og löngun til að sendast burtu, eða sauðheimskt og þunglyndislegt, eins og hjá jórturdýrunum, sem skoða okkur líkast því sem gagnslaust moðrusl, sem slæðist inn með töðunni. í öllu dýraríkinu drotnar eilífur ófriður; hvert dýrið eltir ann- að, engum er óhult fyrir stöðugri eftirsókn, og hvert dýrið stend- ur í sama hlutfalli hvað við annað, og böðull gagnvart fanga, eða svangur maður gagnvart mat sínum. Manneskjan, sem er mesta rándýrið þeirra allra, er hinsvegar eina dýrið, sem finnur verulega til þess mikla sársauka, sem einkennir þennan volduga sorgarleik, og virðist vera eina dýrið, sem hefir nokkrar æðri hugsjónir um sátt og samlyndi. — I þessum dapra hildarleik, sem slær skugga inn í sál hvers hugsandi manns, er þó einn sólargeisli til að gleðja okkur, því eitt dýrið — en aðeins eitt einasta — hefir get- að slitið sig út úr blindum bardaganum, og hefir lánast að kom- ast út úr þeirri myrkursholu, sem umkringir hvern dýraflokk og skipar honum bás innan sinna vébanda. — Petta dýr er hundur- inn. Okkur finst máske lítið til þess koma, þó hatin þannig hafi í rauninni slitið sig frá þeim heimi, sem honum var ætlað að lifa í, til að kanna nýja stigu í nýjum heimi, knúður af viðkvæmri til- finningu. En ef satt skal segja, þá er þetta eitt af því ótrúleg- asta og óvanalegasta. sem skeð hefir í sögu lífsins. Hvenær var það, sem þessi kunningsskapur hófst með mann- inum og dýrinu, eða þetta stökk úr skugganum inn í birtuna? Vóru það mennirnir, sem sóttu hundana út úr úlfa- og sjakala- hópunum, eða komu hundarnir sjálfviljugir til okkar? Vér vitum það ekki. Eti svo langt sem sögur vorar ná, hefir hundurinn verið vinur okkar, — en hvað er sögutíminn ekki lítið brot af þeim óratíma, sem engar sögur hafa verið skráðar um? — — Og svo er vinskapurinn inngróinn eðli hundsins, að hann þarf ekki að ganga í neinn skóla til að afla sér neinnar reynslu og þekkingar— hann fæðist okkur vinveittur. Ef rétt er á litið, þá er vinátta ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.