Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1912, Page 77

Eimreiðin - 01.05.1912, Page 77
153 yrði uppseld, þrátt fyrir fámennið hjá okkur. Það sýnir, hve margir nú stunda enskunám og hve mikil þörfin hefir því verið fyrir slíka bók; en það sýnir, líka að bókin hefir verið góð og nýtileg, eins og Eimr. þegar tók fram í dómi sínum um hana (sbr. Eimr. III, 79 — 80). En hafi svo verið um 1. útgáfuna, þá má ekki síður segja það um þessa, sem er stórum aukin (um 80 bls.) og endurbætt í mörgum greinum. Er það og sannast að segja, að hún er nú svo fullkomin, sem með nokkurri sanngirni verður heimtað af jafn-handhægri og ódýrri orða- bók. Orðafjöldinn er hæfilegur (má ekki vera öllu meiri), og þýðing- arnar yfirleitt góðar. Framþurðurinn er og alstaðar sýndur, og tákn- aður svo, að alþýða manna getur skilið, og erum vér höf. fyllilega samdóma um, að velja heldur þá framburðartáknun en hina svonefndu »fónetisku« táknun, sem allur þorri manna mundi ekkert botna í. Vér fáum ekki betur séð, en að sú framburðartáknun, sem notuð er í bók inni, sé nægilega greinileg og svo nákvæm, sem heimtað verður í bók- um. Fullkominn framburð fá menn hvort sem er aldrei nema gegnum eyrað. En þó að vér álítum bókina svo fullkomna, sem með nokkurri sanngirni verði heimtað, þá er með því enganveginn sagt, að hún sé gallalaus, eða að ekkert megi að henni finna. Slíkt væri harla ónáttúr- legt, en hitt furðan meiri, að gallarnir skuli ekki vera meiri eða fleiri en þeir eru. Auðvitað er ekki í fljótu bragði hægt að átta sig fyllilega á göllum og kostum orðabóka, en með því að blaða gegnum bókina, höfum vér aðeins fundið það að athuga, sem hér segir: Á einstöku stað finst manni þýðingarnar bera dönskukeim, eins og þær væru teknar úr ensk-dönskum orðabókum. f’annig er afternom og forenoon þýtt með »eftirmiðdagur« og »formiðdagur«, en hvorugt þessara orða hefir höf. viðurkent sem íslenzk í hinni íslenzk-ensku orða- bók sinni, því þar finnast þau ekki (og heldur ekki »miðdagur«, en aðeins »miðdegi«). Alþýða mun hér brúka sseinni partur« (dags) og »fyrri partur«, en í bókmáli er »síðdegi« og »árdegi« máske hentugra eða áferðarbetra. Airtight er þýtt með »loftþéttur« (d. lufttæt), f. »loft- heldur«, buttonhole með »hnappagat« (d. Knaphul) f- »hnezla« og counterpart meðal annars með »gagnpartur« (d. Genpart). í ísl.-ensku orðab. höf. eru »loftþéttur« og »gagnpartur« ekki talin hafa borgara- rétt í íslenzku, því þau vantar þar; þar er »bnezla« þýtt með button- loop, en það orð vantar í ensk-íslenzku orðabókina. Þá er og mari- gold þýtt með »morgunfrú« (d. Morgenfrue) f. »gullblóm«, eins og það er þýtt í »Ný dönsk orðabók* (sbr. líka corn-marigold — chrysan themum segetum), eða þá »maríugull« (sbr. maríustakkur, maríuvöndur o. s. frv.). Við ýms orð söknum vér í þýðingunum ýmsra íslenzkra orða, sem vér álítum að ýmist hef ði næst legið að nota, eða þá að minsta kosti verið heppilegt að taka með, t. d ýms gömul gullaldarorð, sem nú eru sum orðin fátíð, en ekkert á móti að taka upp aftur, þar sem þau eiga vel við. Þannig hefði gjarnan mátt þýða able og ability með »gjörvilegur« (vel að sér gjör) og »gjörvileiki«, og ajfable með »alti- legur«, »Ijúfur« (ljúfmannlegur). Squint hefði mátt þýða með »skjálgur« og look asquint með »að skjóta augum í skjálg«. Við childhood hefði

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.