Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1912, Page 78

Eimreiðin - 01.05.1912, Page 78
54 líka átt að standa »bernska« og við bandy-legged »kiðfættur« (sbr. ísl,- e. orðab höf ). Við þýðinguna á bastard liefði mátt bæta shornungur, hrísungur«, á dairymaid »deigja«, á gamble (gambler) »dufla« (»duflari«), á goshawk »gáshaukur«, á helm (tiller) »hjálmunvölur«, á hippodrome »paðreimur«, á jcremiad »har,magrátur« (sbr. »Harmagrátur Jeremías- ar«), á sallow »sölur« og á yeast »jastur«. Misskilningi getur það vald- ið að þýða napkin með »þurka«, því það orð er í íslenzku alþýðu- máli haft 1 sömu merkingu og »handklæði« (towel). Réttara væri »borð- þerra« eða »pentudúkur« (= ísl.-e. orðab. höf.). Bæði pit og stall er þýtt með jgólfið (í leikhúsi)«, en það er of ónákvæmt; pit ætti að þýða með »bakgólf, bakbekkir, bakrými«, en stall(s) með »framgólf, frambekkir, framrými« (í leikhúsi). Við nokkur orð vantar sumar merkingar, sem eru svo almennar, að full þörf hefði verið á að tilfæra þær. l’annig þýðir bargain líka »kjörkaup«, by-law »reglugjörð«, cresce?it »bogadregin húsaröð«, dread- nought »bryndreki« (herskip), plank »atriði í stefnuskrá, stefna«, par- terre »bakgólf, bakbekkir« (= pit), tande?n >tvímenningsreiðhjól«. En allar þessar merkingar hinna tilfærðu orða vantar í bókina. Eins og gefur að skilja er góður prófarkalestur á orðabókum mjög áríðandi. Til hans hefir og auðsjáanlega verið vandað í útgáfu þessarar bókar, enda er þar nauðalítið um prentvillur. f’ó koma þær fyrir, og höfum vér t. d. rekið oss á þessar: líksurbarfrœhi f. líkskurðarfræði (bls. 17), buslness f. business, celerity þýtt með seljurót f. hraði, skrib- iökul f. skriðjökull (194), rúbin f. rúbínn (317), heimisfastur f. heim- ilisfastur (127), tengingi f. teningi (66). Segja má, að sumt af því, sem hér hefir verið til tínt, sé harla smámunalegt, og um sumt, t. d um notkun orða úr fornmálinu í þýð- ingunum, geta verið skiftar skoðanir. Þetta skulum vér og fyllilega játa, enda hefir þetta ekki verið tilfært til þess, að kasta rýrð á bókina, heldur aðeins til leiðbeiningar. Vér gætum alveg eins tilfært langar run- ur, og þær svo margfalt lengri, af góðum og snjöllum þýðingum, jafn- vel þar sem þýðingin hefir verið talsverðum erfiðleikum bundin. Sýna þær, að höf. hefir verið býsna fundvís á heppileg samsvarandi íslenzk orð, og oft tekist laglega með nýyrði (t. d. skylight = þiljuljóri, sober = drykkvar, solvent = gjaldfær o. s. frv.). Og þó sum nýyrði séu nú aftur hálfgerðir vandræðagripir, þá efumst vér um, að öðrum hefði öllu betur tekist að jafnaði, ef þeir hefðu átt að standa í sporum höf. við samninguna. Bæði höfundurinn og kostnaðarmaðurinn (Sig. Kristjánsson) hafa með útgáfu bókar þessarar unnið tvent í einu: sér sóma og þjóðinni gagn- V q íslenzk hringsjá. ÍSLENZK.I HERSHÖFÐINGINN. Einmitt um sama leyti og Eimr. XVIII, i kom út (þegar heftið var fullprentað), flutti blaðið »Politiken« nýja grein frá »stjórn-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.