Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1916, Síða 6

Eimreiðin - 01.01.1916, Síða 6
6 tionsgitter), sem kölluð er; þar eru afar-smágjörðar rákir, sorfnar í fágaðan málmflöt, stundum nærri 20 þúsund línur á þumlungs- breidd. Ef sólarljós er látið falla á slíkan flöt, kastast það aftur, dreifist mjög og myndar ljósband margra álna langt, sem er lát- ið falla á vegg eða spjald og svo rannsakað og mælt; í þessu Ijósbandi sést fjöldi lína, sem ekki koma fram í vanalegu ljós- bandi úr þrístrendum glerjum, og má á því með sjónpípum, smá- mælum og öðrum verkfærum, mæla margt og reikna, er snertir bylgjuhreyfing hinna margháttuðu geisla, og byggja þannig und- irstöðu undir rannsóknir í þarfir stjörnufræðinnar, og er sú undir- staða óyggjandi, bygð á náttúrulögum, sem aldrei skeikar. Fyrsta uppgötvunin með spektróskópinu var sú, að sólin er samsett af sömu efnum eins og jörðin, þó þau séu þar oftast í öðru formi (gufuformi); í sólinni hafa menn fundið milli 40 og 50 frumefni, sem til eru á jörð vorri, og meðal annars efnið helíum, sem þá ekki þektist á jörðunni, en hefir fundist hér síðar. Pá komust menn fljótt að vissri niðurstöðu um eðli fastastjarna; það hafði reyndar verið almenn skoðun, að þær væru sólir, en sann- anir vantaði fyrir því. Nú sást, að ljósband þeirra var yfirle.itt af sömu gerð eins og litband sólar, með dökkum rákum, svo þær hlutu að hafa brennheitt gufuhvolf, eins og sólin; ennfremur sást, að hin sömu frumefni höfðu mikla útbreiðslu um geiminn, og að hinar yztu fastastjörnur eru samsettar af sömu efnum og vort sólkerfi, þó einhverjar undantekningar og afbrigði kunni að vera, sem menn enn hafa litla þekkingu um. Eftir ljósböndunum skifta menn fastastjörnum vanalega í þrjá flokka með 7 undir- deildum. í fyrsta flokki eru Siríusstjörnur, sem eru sama eðlis og Hundastjarnan, Blástjarnan og fjöldamargar aðrar stjörnur, meir en helmingur þeirra stjarna, er sést með berum augum. Ljós þessara stjarna er bláhvítt og í því mikið af últra-fjólulitum geislum; vatnsefnisrákir eru sérstakiega glöggar og yfirgnæfandi, en fáar og mjóar rákir bera vott um málmgufur; yfirleitt er blái endi ljósbandsins glöggastur; í sumum stjörnum af þessu tægi er mikið af efninu helíum. í öðrum flokki eru sólstjörnur, þ. e. stjörnur með líku eðli og vor sól, með gulleitu ljósi og mörgum glöggum málmlínum í ljósbandinu. í þriðja flokki eru stjörnur með rauðleitum og breytilegum ljósbjarma; þar er ljósbandið með einkennilegum gárum og bjartast í rauða endanum; auk hinna vanalegu ráka eru í ljósbandinu breið dimm bönd, sem hjá

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.