Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1916, Blaðsíða 10

Eimreiðin - 01.01.1916, Blaðsíða 10
IO öll fram á 2 dögum, 20 stundum og 49 mínútum.1 2) Menn hefir lengi grunað, að þessi birtubreyting mundi stafa af dimmri félags- stjörnu, sem í hverri hringferð orsakaði myrkva eða hálfgildings myrkva á björtu stjörnunni. Ljósrákarannsóknir H. C. Vogel's í Potsdam3) tóku af öll tvímæli; hann fann fljótt, að stjarnan hreyfðist frá og til vor 42 km á sekúndu, og að hún hafði ó- sýnilegan félaga, sem orsakar þessar stöðugu myrkvanir á björtu stjörnunni. Eftir daglegum ljósmyndum rákanna og útreikningi þeirra samkvæmt þyngdarlögmálinu og hreyfingarlögum í voru sólkerfi kom þá í ljós, að Algolkerfið er að mörgu ólíkt vorum sólheimum. Af því bjarta og dimma stjarnan eru nærri jafn- stórar, ganga þær ekki hvor kringum aðra, en hringsóla um sameiginlega þungamiðju, og á þessum hringferðum skyggir dimma stjarnan á hina björtu. Stjörnufræðingunum í Potsdam reiknaðist af athugunum sínum, að bjarta stjarnan sé 1,700,000 km að þvermáli og dimma stjarnan 1,330,000 km; hnettir þessir eru á stærð við vora sól, sem er 1,390,000 km að þvermáli. Fjarlægð miðpunkta beggja hnatta er 5,180,000 km, umferðar- hreyfing Algols 42 km á sekúndu og hreyfing dimma félagans 89 km. Alt Algols-kerfið hreyfir sig 4 km á sekúndu frá oss. Alt þetta hafa menn getað reiknað af ljósgeislanum einsömlum. Tveir svo nálægir hnettir, nærri jafn-stórir, hljóta að hafa afar- mikil aðdráttaráhrif hvor á annan, og af því hljóta að orsakast geysimikil flóð og fjara, og þykjast menn hafa fundið nokkurn vott þess af breytingum á styrkleika Algol-ljóssins milli myrkv- anna. Sumir hafa getið þess til, að Algol-hnettirnir báðir mundu 'ganga kringum óþektan dimman hnött á hérumbil 140 árum, en það er eigi fullsannað enn, hvort svo er. Persneskur stjörnufræð- ingur á 10. öld kallar Algol rauðstjörnu, en nú er ljós hennar hvítt eða gulleitt sem í vorri sól; ef þetta er rétt frá sagt, gæti verið, að einhver nálæg pláneta hefði síðan dregist að Algol og dottið niður á hann, svo hnötturinn hefði hitnað aftur og breyzt úr rauðri stjörnu í hvíta. Yfirleitt eru þær stjörnur fágætar, sem ‘) yónas Hallgrítnsson: Stjörnufræði Úrsíns, bis. 144. 2) Hermann Carl Vogel (f. 1841, d. 1907), einn af hinuro nafnfrægustu þýzku stjörnuspekingum, hefir allra manrta mest notað hin nýju rannsóknarfæri til að kanna eðli stjarna; hann hefir gert fjölda af merkum uppgötvunum og með miklu hugviti látið smíða ýms ný verkfæri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.