Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1916, Page 11

Eimreiðin - 01.01.1916, Page 11
hafa sömu gerö og Algol, en þó hafa menn fundið 9 eða 10 mjög svipaðar. Par sem tvístjörnur eru báðar bjartar og geta ekki aðgreinst í sjónpípum, af því þær eru svo nálægar hvor annarri, sjást í ljósbandinu rákir tveggja stjarna, aðgreindar, þeg- ar hnettirnir eru lengst hvor frá öðrum, en falla saman, þegar þeir eru nálægir; fjöldi af tvístjörnum hefir fundist á þennan hátt. Ljósmyndalistin (fótógrafí) hefir á seinni tímum haft afar-mikla þýðingu fyrir stjörnufræðina, einkum síðan Maddox 1871 fann hinar þurru plötur (gelatine-emulsion), sem eru ákaflega næmar fyrir ljósáhrifum, og safna þeim saman um langan tíma, meðan sólin skín á þær. Ljósmyndin kemur stjarnfræðingum á margan hátt að notum. Með Ijósmyndaplötunni má ákveða stöðu stjarnanna á himninum sjálfkrafa og fyrirhafnarlaust, án nokkurra reikninga eða mælinga; þannig eru ljósmynduð stjörnukort af himinhvelfingunni gjörð fyrirhafnarlítið; en áður var tilbúningur slíkra korta mjög tafsamur og kostnaðarsamur. Til þess að framkvæma þetta, nota menn afar-stórar Ijósmyndavélar, sem hreyfast af sigurverki, alveg eins og stjörnuhimininn, svo ljós hverrar stjörnu hefir í margar stundir áhrif á sama blett ljós- myndaplötunnar. Allir hinir stærri stjörnuturnar víðsvegar um heim hafa gert samband sín á milli, til þess að framleiða sem nákvæmast himinkort, skifta á milli sín að ljósmynda hvelfinguna alla með samskonar verkfærum og með sömu aðferð. Ljósmynd- unin hefir ennfremur þá hagsmuni í för með sér, eins og fyr var getið, að ljósáhrifin safnast saman; afleiðingin verður, að stjörnur koma fram á ljósmyndaplötunni, sem ekki siást með neinum kík- irum, ef himinljósin eru látin verka nógu lengi á plötuna. Pannig hafa tugir þúsunda af stjörnum fundist, sem enginn áður hafði neina hugmynd um. Stjörnufræðingar hafa hér fengið sér nýtt auga, sem gægist ennþá lengra út í geiminn en hinar stærstu sjónpípur. Á þenna hátt hafa menn fengið miklu betri þekkingu á stjörnuhópum og þokustjörnum en áður, og gert sér betur grein fyrir niðurskipun stjarna í geimnum. Auk þess koma ljós- myndirnar að miklum notum við rannsókn ljósbanda fastastjarna, sem fyr var getið. Yfirborð tunglsins hafa menn líka getað kannað betur en áður, og eins fengið réttari mynd af ýmsu, er snertir yfirborð og eðli sólar. Með því að kemisku ljósgeislarnir (hinir liltra-fjólulitu) hafa mest áhrif á Íjósmyndaplötuna, getur

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.