Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1916, Side 12

Eimreiðin - 01.01.1916, Side 12
12 hún gert grein fyrir sumu því, sem mannlegt auga getur ekki náð til eða skynjað. í sumum þokustjörnum er frumagnahraðinn svo mikill, að hann er fyrir ofan bylgjuhraða hins sýnilega ljóss, hinumegin við fjólulitinn. Slíkir eimhnettir gefa ekki frá sér neitt ljós, eru dimmir og sjást því hvorki í sjónpípum né spektróskópi; en á ljósmyndinni koma þeir fram, því þeir gera breyting á silf- ursöltum þeim, sem eru í skáninni á glerplötunni. Ljósmyndun himinsins hefir mjög flýtt fyrir könnun alheimsins; ljósmyndavélin skrásetur með óyggjandi vissu öll fyrirbrigði í stjörnugeimnum og geymir þau framtíðinni; stjörnufræðingar á komandi öldum eiga því miklu hægra með ýmsar rannsóknir og samanburði en sam- tíðarmenn vorir. Ljósgeislarnir rita sjálfir tíðindin, sem þeir bera utan úr geimnum, í óafmáanlegum rúnum á myndaplöturnar, og það letur er miklu tryggara og vissara en athugun mannlegrar sjónar, því þar getur margt vilt fyrir og glapið sýnir. Með litsjánni og ljósmyndaninni hefir mannkynið eignast tvö ný skilningarvit, sem veita miklu meira víðsýni um alheiminn en áður þektist. Hinir stóru stjörnukikirar hafa sín takmörk, sem þeir ekki komast út fyrir, en þessi nýju skynjunarfæri taka við á sumum þeim svæðum, þar sem afl siónpípunnar þrýtur. Þannig hefir ný vísindagrein skapast, stjarneðlisfræðin (»astrófýsik«), og hefir hún á seinni tímum verið stunduð af miklu kappi á stjörnu- turnum í mörgum löndum. Sumir stjörnuturnar fást eingöngu við rannsóknir á eðlisfræði himinhnatta, t. d. stjörnuturnarnir í Pots- dam hjá Berlín og Meudon við París og ýmsir aðrir. Stöðugt eru menn að finna nýjar aðferðir og rannsóknartæki til verkalétt- is og skýringar á hinum mörgu fyrirbrigðum, sem vísindamenn- irnir eru að fást við. Hin forna, æruverðuga stjörnuspeki hefir tekið miklum stakkaskiftum og breytingum síðan þessar nýju rannsóknir hófust; hún þótti stundum orðin nokkuð lin í sóknum og þunglamaleg, en nú er hún orðin ung í annað sinn og hefir fengið vængi, sem bera hana út um allan geim.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.