Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1916, Page 13

Eimreiðin - 01.01.1916, Page 13
13 Fjögur smákvæði. V ORMORGN AR. I. í dag kom vor, og alt er yngra, nú ómar Harpa í hverjum þey. í dag er Gerður gullinfingra að giftast Frey; — því norræna voróttan var það, sem vetrarhurð lyfti úr dal, fyrir sól; og Skírnir var geislinn, sem bónorðið bar það til bjarthendrar dísar og vorsöngva-vísrar, frá Árgoða sumars í Alföðurs stól. II. Hann Freyr er guð svo fagur-góður, hann friðarörmum ljóssins bazt, og seldi fyrir j sumargróður sitt sverðið hvast. — Og aldirnar yngjast og dreyma sinn æskudraum bezta í skáldanna hug, um frjálsráðan himin og frelsaða heima. Með gróandi dögum og glaðværðar brögum hver lifandi ímyndun fer nú á flug. III. í Eden-hliði einn að lafa er óþarft fyrir Kerúbinn, því hver mun til þess heimsku hafa, að hlaupa inn í fullþroskans framkvæmdarleysið ? Hitt fullþakkast seint, að hann rak mann á dyr, að rækta sér búland og byggja sér hreysið;

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.