Eimreiðin - 01.01.1916, Síða 13
13
Fjögur smákvæði.
V ORMORGN AR.
I.
í dag kom vor, og alt er yngra,
nú ómar Harpa í hverjum þey.
í dag er Gerður gullinfingra
að giftast Frey; —
því norræna voróttan var það,
sem vetrarhurð lyfti úr dal, fyrir sól;
og Skírnir var geislinn, sem bónorðið bar það
til bjarthendrar dísar
og vorsöngva-vísrar,
frá Árgoða sumars í Alföðurs stól.
II.
Hann Freyr er guð svo fagur-góður,
hann friðarörmum ljóssins bazt,
og seldi fyrir j sumargróður
sitt sverðið hvast. —
Og aldirnar yngjast og dreyma
sinn æskudraum bezta í skáldanna hug,
um frjálsráðan himin og frelsaða heima.
Með gróandi dögum
og glaðværðar brögum
hver lifandi ímyndun fer nú á flug.
III.
í Eden-hliði einn að lafa
er óþarft fyrir Kerúbinn,
því hver mun til þess heimsku hafa,
að hlaupa inn
í fullþroskans framkvæmdarleysið ?
Hitt fullþakkast seint, að hann rak mann á dyr,
að rækta sér búland og byggja sér hreysið;