Eimreiðin - 01.01.1916, Side 14
14
meb verkinu vinna
til vonanna sinna,
og syngja þar vorljóð, sem sönglaust var fyr.
SUMARNÆTUR.
Fangað hafa feginshug minn
friðarþýðar
sumarnætur
drottins dætur
draumablíðar.
TVÍSÝNA.
Með haukinn yfir höfði sér
svo hróðugt ljómar söngfuglinn.
hans eina veika vörnin hér
er vængurinn;
og kaupið, sem hans söngvum ber,
er söngurinn. —
Eg hlusta kannske á slög af eftir-ómum,
en ekki er feigð í þessum morgun-hljómum.
HEIMHUGI.
Vort helga land, vort heimaland,
vort hjartans land, vort feðra land,
vort vænsta land, vort vona-land
og vorra niðja land!
Með einum hug við hötum þann,
sem hatar þig, og smáum hann.
Með einum hug við elskum þann,
sem elskar þig, og dáum hann.1)
STEPHAN G. STEPHANSSON.
*) f’ariKi hafa menn þjóðsönginn. Hver vill nií yrkja lagið?
RITSTJ.