Eimreiðin - 01.01.1916, Page 20
20
Skógareldur.
Hér á skóggyðjan heima, hér og hvergi annarstaðar.
Hér eru lönd hennar og ríki. Hér er höllin hennar, hér á
Skuggavatnsbökkum.
Pú ættir að líta hana, þessa ilmandi, grænu, angandi skógar-
höll — um sólsetursbil.
Sólin er eldrauð og varpar geislum á vatnið, fyrir framan
höllina. En á vatninu synda svanir, fannhvítir svanir, eins og
snjórinn á efstu jökulgnípunni, þar sem engin mannleg vera hefir
stigið fæti sínum.
Peir brosa til kvöldsólarinnar, brosa til hennar og syngja
um hana.
Hún er undurfögur þetta kvöld, og þokuhnoðrana í vestr-
inu hefir hún gullbrytt og sparibúið.
Pví lengur sem ég hugsa um hann, því undarlegri finst mér
hann, líf hans og alt, sem við hann er tengt.
Pað var einmitt á svona kvöldi, sólhlýju vorkvöldi, sem ég
rakst á hann fyrst. Pað var skömmu eftir sólarlag, í Ásskógin-
um, þar sem hann er dimmastur.
Hann kom svo hljóðlega. Ég varð hans ekki var, fyr en
við stóðum augliti til auglitis.
Hann virtist vera gamall maður. Andlitið var raunalegt,
ennið hátt, skær, glampandi augu.
Hann brosti við, svo undarlega, eins og gamlir menn einir
geta brosað.
En brosið hvarf von bráðar. Pað kom einskonar tignarsvip-
ur á andlit hans. Hann benti með hendinni út yfir skógarásana
og mælti:
>Petta eru lönd mín og ríki. Ég er konungur skógar-
ins.c
Hann leit á mig með fyrirlitningu og bætti við:
»Ég hefi gengið um skóginn í alla nótt og allan dag. Ég
er búinn að telja daggardropana á laufum trjánna. Peir eru