Eimreiðin - 01.01.1916, Page 23
23
með því, að ráða drauminn fyrir góðu. Mér fanst, að Pórður
yrði að ráða hann eftir eigin geðþótta.
»Eg verð víst að kveðja þig núna, þórður minn. Annað-
kvöld fer ég alfarinn frá Ási.<
»Alfarinn! Já. Hér verður ekki gaman að vera, þegar
skógurinn er farinn.« Og hann brosti við, hálfraunalega.
»Við skulum vona, að guð hlífi skóginum þínum, vinur
minn.«
»Nei. Pað er ekki guðs að hlífa. Hann refsar. Og hann
eyðir og lætur aftur vaxa.«
Hann gekk í áttina til kofans síns.
fegar ég kom á fætur næsta dag, stóð margt manna á
hlaðinu á Ási.
Menn ræddu þar um yfirvofandi hættu af skógareldinum.
Bóndinn á Ási talaði hæst og mælti, um leið og hann benti
til austurs:
»Eldurinn færist stöðugt nær, og breyti hann ekki vindstöð-
unni eða nái að rigna, þá er úti um Ásskóg.«
En vindstaðan breyttist ekki, og það var ekkert útlit fyrir
rigningu.
Eldurinn nálgaðist óðum.
Um hádegisbilið var hann kominn í austasta jaðarinn á Ás-
skógi.
Reykjarmökkinn lagði út á Skuggavatn og huldi það. Pað
snarkaði og brakaði í trjánum, og eldflóðið breiddist um allan
skóginn.
Um kvöldið var enginn skógur í Áslandareigninni. Par
sem skógurinn hafði staðið, var svart öskuflag, sem nokkrir
hálfbrunnir stofnar gægðust upp úr.
þórður dó í skóginum, eins og tiginn konungur, sem
vill heldur líða undir lok með ríki sínu, en lifa eftir, rænt-
ur því bezta, sem lífið hafði veitt honum: konungstign-
inni.
Nýr skógur er þegar byrjaður að nema land á rústum
gamla, horfna skógarins.