Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1916, Síða 25

Eimreiðin - 01.01.1916, Síða 25
25 Ekki er mér ljóst, hvernig orðið tjirjðrn hefir komist inn í mál- ið, né heldur af hvaða stofni það er runnið. En mjög oft var það viðhaft i ungdæmi mínu, og lengur fram eftir æfinni. En nú er það löngu dottið úr sögunni og heyrist aldrei. í’að var fremur játandi, en neitandi, mitt á milli já og nei. T. d. var eitt sinn komið á glugga yfir rúmi séra Jóns Hjaltalíns á Breiðabólstað og guðað. Hann spyr, hver sé úti. Sá kvaðst heita Guðbrandur, og biður prest að ljá sér „ kvennmann. Afi spyr, hvort honum sé sama, hver það sé. — Nei, ekki alveg, því hún eigi að sitja yfir konunni sinni. og vill þvt helzt, að það sé maddaman. Hún sat yfir öllum konum á Skógarströnd. Amma fór að búa sig og rauk af stað. Svo fæddist barnið, og gekk það vel að vanda. Kvennmann hafði sængurkonan við niðriverk, og var það systir bónda. Um kveldið kemur hún upp á skörina og spyr húsfreyju, hvað hún eigi að kasta mörgum hnefum út á pottinn. »Æ, ég veit ekki,« segir hún. »Annaðhvort einum eða tveimur.« Hin segir: »Hvort á það heldur að vera einn eða tveir?« Þá svar- ar sængurkonan: »Og jirjór, heldur ertu ýtin með þetta; vertu nú ekki að sdjels djellanum« þeim arna, og láttu það þá vera einn.« Fór þá matselja ofan, og amma á eftir og segir, að hún megi ekki tala neitt við húsfreyju, er henni mislíki; og spyr, hvort hún sé naum á matnum. »Og jirjór,« segir hin, »fremur finst mér hún nápínuleg í öllu.« Og svo bætir hún við: »Þetta er ekki matur að bjóða maddömu, mjölmjólkin sú arna; því það er jafnt í pottinum af mjólk og vatni, og út á þetta eiga að koma tveir hnefar af rúgmjöli.« — Þá var ekki bankabygg haft um hönd nema einstöku sinnum, því lítið fluttist inn af því, og það var dýrt. Amma mín varð víst fegin, er vikan var búin, því það var vani hennar, að fara ekki heim, fyr en hún var liðin. Hjón þessi voru ekki fátæk, og þó varð amma mín að senda föt utan um barnið. En væri mikil fátækt á þessum barnaheimilum, tók hún börnin heim með sér, og lét þau vera í viku, unz konan var komin á fót. í’egar fólk kom til að verzla, var það vani, að gefa öllum kaffi. Og þá hrækti fólkið beint á gólfið. En er það tók eftir svipbrigðum á andliti föður míns, þá setti það tána ofan á hrákann, og jóðlaði því til og frá, svo að ekki sæist hrákinn. Þá man ég að pabbi sagði: »Nú, ætlið þið að fara að mála, á fóturinn að gilda sem pensill? í>ið ættuð heldur að láta hrákann liggja kyrran.« Þetta hreif, og þeir hættu því. Þá sagði hann frá hrákadalli, og að allir ættu að hafa ílát, til að spýta í. Enginn aðhyltist þó þetta, nema einir tveir; þeir sögð- ust seinna vera þúnir að smíða spýtubakka, en hæddust þó að því um leið, Ekki var siður neinstaðar, að berja að dyrum eftir dagsetur, heldur átti að guða á glugga og segja: »Hér sé guð!« Sögðu þá þeir, sem inni voru: »Blessi hann guð!« Svo var farið fram og lokið upp, og komumanni boðið inn í baðstofu eða stofu, eða hvað það nú var. Væri hann votur í fætur, fór einhver kvennmaðurinn að taka í manninn, þ. e. draga af honum sokkana, og einnig brækur, væru þær votar eða freðnar. Það var og siður í ungdæmi mínu, að hver vinnukona tók í þann mann, sem henni bar að þjóna, hvort

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.