Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1916, Side 26

Eimreiðin - 01.01.1916, Side 26
2 6 sem hann var votur eða þur 1 fæturna. Faðir minn lét þó aldrei taka 1 sig, nema ef hann vöknaði í fætur, sem sjaldan kom fyrir; því hann gekk ekki að stritvinnu að jafnaði, en stjórnaði þó öllum útiverkum. Já, þegar ég fór að stálpast, ofbauð mér að sjá stúlkurnar, sem komu úr sömu vinnu og húskarlar, votar í fætur eins og þeir (t. d. af engjum), leggjast á hnén fyrir framan þá, til að taka í þá; en þeir fleygðu sér flötum upp í rúm sín og sögðu: »Taktu í mig!« Þá komu þær hlaupandi og gerðu það, — auðvitað ekki ætíð án möglunar; því nú áttu þær eftir sjálfar að fara úr votu, síðan að þvo sokkana sína og þeirra, og leggja þá á felhelluna eða hlóðagrindina, ef ekki var þerrir. Að fela eldinn var þannig gert, að þegar búið var að elda, og glæður voru miklar, þá var tekinn vænn móköggull og honum brugðið undir glóðina, og ösku dreift ofan á. fJá var tek- inn hellusteinn, mátulega stór, og lagður ofan á þessa glóðarhrúgu, sem auðvitað hitnaði og gat þurkað sokkana alla nóttina. Hlóða- grind úr járni var stundum höfð, og þá engin felhella. En þá gat alt brunnið. Þegar þessum .verkum var lokið, voru húskarlar sofnaðir. En þá var eftir að bæta skóna, ef þeir voru í sundur, og það urðu stúlkurn- ar líka að gera um kvöldið. Því oftast var risið snemma úr rekkju, ekki seinna en um miðjan morgun (kl. 6). Borðaður var morgun- verður á dagmálum (kl. 9), miðdegisverður á nóni (kl. 3), drukkið kaffi um miðaftan (kl. 6) og kveldverður á náttmálum (kl. 9), nema verið væri að bjarga heyi undan rigningu, eða flytja heim af engjum langan veg. Voru hættur þá seinar, hérumbil kl. n. Miðmundi var kallað að væri, þegar klukkan var H/s, og jöfnu báðu hádégis og dagmála var og oft sagt. Var sólin þá á svo kölluðum Svartahnúk í Grundarfirði, og stóð það heima við klukkuna (kl. 1cri/2), þegar heim var komið. Sagt var og: »f’að er um jöfnu báðu hádeg- is og nóns« (= miðmundi), og stóð það einnig heima við klukkuna (kh IV*). Enginn átti þá sigurverk (úr) á mínu heimili, nema faðir minn. Hann átti þrjú ógnarstór og þykk sigurverk. Ekki fengum við systkin úr í vasann á fermingardaginn okkar. Bræður mínir fengu úr 18—19 ára gamlir, en mér var ekkert úr gefið. Kvennfólk bar aldrei úr á sér, því það átti þau ekki til. En mér er óhætt að segja, að ekkert barn fermist svo nú, hvort sem það er fátækt eða ríkt, að ekki fái það úr. Já, og meira að segja silfurfesti við, sem hangir um hálsinn f logandi lykkjum. Oftast fá þá stúlkurnar lfka armhringi og hvítt »líf«. Mig undrar þetta minna um kauptúnsfólk. En þó »fínheitin«, sem það nefnir svo, séu orðin ægileg í kaupstöðum, þá kveður þó enn meira að þeim í sveitunum. Það sýnir sig lfka bezt á því, að margir bændur hafa sagt mér, og fleirum, þegar þeir eru beðnir um skyr, að það fáist nú ekki lengur í sveitinni, af því að vinnukonurnar séu hættar að fást til að mjólka ærnar. Að fara ofan í kvíar, — nei, þær vistast ekki nema með því skilyrði, að þurfa aldrei að stíga þar fæti. Það er »ófínt«, svo bóndinn hættir þá við að færa frá, enda skapist ekki dilkakjöt úr fráfærulömbum.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.