Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1916, Qupperneq 29

Eimreiðin - 01.01.1916, Qupperneq 29
29 hann ætti að skammast sín. og þakka guði fyrir, að bamið hans væri komið í slikan stað, þar sem hún lærði að vinna sér brauð. Og svo bætti hann við: »Slíkir feður, sem þú og hann Ólafur í Móabúð, ídi-di-di, kunna aldrei að skammast sín.« Ólafur þessi átti 2 dætur, gjafvaxta að aldri, á sveit. Imba padda var 3 ár hjá foreldrum mínum, að mig minnir, og þá farin að taka kaup. En þá kemur önnur Imba til sögunnar, er kölluð var »rás«. Hún var 19 ára, stór og sterk, en kunni aðeins að greiða ull, en dugleg úti. Henni var komið til okkar, og henni var hægt að kenna. Eftir eitt ár spann hún í óvandaðan vef. Til þess að koma slxkum börnum af sveit, var það vani, að biðja for- eldra mína eða sýslumannsmaddömuna í Krossnesi að taka þau, og eftif' eitt ár fengu þau dálítið kaup, því þá var búið að kenna þeim að vinna. Okkur börnunum var nú farið að leiðast þóf þetta, að vera að ' kenna þeim að snúa rokk. En það var betra að kenna Imbu rás, en Imbu pöddu; því hún gerði alt vel, og var sú bezta fjósakona, er mamma hafði haft, enda var hún hjá þeim í 12 ár. Þá fór hún að næsta bæ, en undi þar ekki, og bað gömlu húsbændur sína að taka sig aftur, sem þau og gerðu; og úr því dvaldi hún hjá þeim alla þá stund, er þau bjuggu. Ég man, að hún sýndi okkur í kist- una sína, og var hún full af fötum, þegar hún fór til Stefáns bróð- ur míns. Systir Imbu rásar hét Guðrún, og var henni komið í Krossnes; þá var henni borgið Hún komst í hjónaband, en Imba mátti aldrei heyra það nefnt. Þótt systur þessar væru fáfróðar, kunnu þær ó- grynnin öll af bænum, bæði lúterskum og kaþólskum, og auðvitað signingum. En nú er ekki verið að tefja sig á þesskonar kenslu. Að minsta kosti kunna nú örfá börn Faðirvor; það er komið ofan í neðstu hillu. í’au kunna einhvern graut innan um það, og signinguna þekkja þau ekki. En þau kunna götuvlsur. En undantekningar eru auðvitað frá þessu. Hverjum er þetta nú að kenna, að börnin eru svona? Sumir kenna börnunum það, en ég ætla, að sökin sé hjá foreldrum þeirra. Fyrir 30 árum byijaði ég að kenna fyrst, og hefi haldið því áfram síðan í heimahúsum. Pá kunni hvert barn Faðir- vor, og las það með guðrækni. En svona er það breytt á 30 árum. Eiga þetta að heita framfarir? Ætti ég að telja upp öll auknefni, sem menn og konur höfðu í ungdæmi mínu, þá mundi langur uppi verða. Þó má geta nokkurra. Ein kerling var t. d. kölluð Gunna »grilla«, og hafði hún mikið skegg beggja megin við hökuna. Ég man það eitt, að engan mann sá ég, er gerði mig eins tryllingslega hrædda eins og Gunna grilla. Þegar hún stóð í dyrunum, og ég þurfti að komast út, þá hljóp ég eius og örskot út Ég var þá 6—7 vetra. En Grilla var barngóð og vildi ná í mig, en mér þótti þá dauðinn vís. Alt var á eina bókina lært, því málrómurinn var skrækur einn hjá henni, og flá- mælt var hún líka. Pá voru og Guðmundur »hjú-hjú«, Siggi »lausi<, Ranka »pú« og Magnús »götusöngur«. En trúgirnin! Það trúði öllu, þetta fólk,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.