Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1916, Side 30

Eimreiðin - 01.01.1916, Side 30
3° því fáfræðin var svo mikil. Þvi' fór sem fór, er Jón á Eiði fór eitt sinn inn í Stykkishólm. Eiði stendur við Kolgrafarfjörð, svo þaðan er miklum mun styttra en frá Grundarfirði. Því frá Eiði þarf eigi að fara svo nefndar Bollaleiðir. Þegar Jón fór í þetta sinn inn í Stykk- ishólm, beiddu bræður mínir hann að kaupa fyrir sig nokkur bréf af eldspýtum. |’ær voru þá ekki seldar í stokkum, heldur í bréfum, og mátti kveikja á þeim hvar sem var. Jón gerði það, og skal síðar frá sagt, hvað þeir gerðu við þær. Þessi Jón á Eiði var ómissandi maður í sveitinni. Því fyrst og fremsí var hann smiður á flestan málm, og úrsmiður var hann líka. Gerði hann oft við fínustu »ankergangs«-gullúr, en hafði þó hvergi lært, og aldrei í neinn skóla gengið. Hann gerði og við katla og könnur, potta og pönnur. Hann smíðaði og kertapípur og marga fagra smíðisgripi úr járni, og beizlisstengur úr hvaða málmi sem var, og var snild. Hvers manns hugljúfi var hann, þótt lífskjörin hans gengju skrykkjótt. Aldrei æðraðist hann, hve mikið sem að honum ' barst af smíðisgripum. Og þóyvarð þessi litli, en þrautseigi, maður að sinna búi sínu, gæta, að ekki flæddi féð o. s. frv. Hann átti mörg börn, og átti jafnan í vök að verjast með að hafa nóg fyrir sig og sína. Allir komu til hans, að biðja hann fyrir pinkla og pjása, þegar hann fór inn í Stykkishðlm; og allra bæn gerði Jón. Hinar fyr nefndu eldspýtur, sem bræður mínir beiddu Jón á Eiði að kaupa fyrir sig, komu til okkar í einu rökkrinu, og vissi enginn, að þær væru til, nema við systkinin. Nú fóru þeir að kveikja á spýtunum. Ég man, hvað Imba varð hrædd og Halla gamla. Við heyrðum þær hvísla hvora að annarri: »Er þetta hrævareldur? O- nei, það er fylgja einhvers, sem kemur í kvöld, eða að reglulegur draugur er á ferð, og þetta augun.« Má nærri geta, að kátum pilt- um væri skemt með þessu. í’etta gerðu þeir í þrjú kvöld; en þá varð pabbi var við hræðslu stúlknanna og sögur um, að draugagang- ur væri svo mikill, að þær sæju þetta og ýmsar forynjur bæði nótt og dag. Svo sögðum við honum upp alla söguna, og fengum óþökk fyrir. Hann sýndi stúlkunum eldspýturnar, og lét þær kveikja á þeim sjálfar. Þá urðu þær hræddar, en það fór brátt af þeim. Svona fór ætíð fyrir okkur, ef við ætluðum að hafa gaman af fávísi annarra, því þá kom pabbi í veg fyrir það. Mamma var ekki eins mikið á móti því, en við áttum að segja fólkinu rétt frá seinna. Nú dettur mér í hug hún Stína »rauða«, er var sú eina, sem mamma gat ekki gert að manni. Hún var sögð umskiftingur. Huldufólk lætur sem sé kerlingar og karla inn í bæina í mannheimi, en tekur ungbörn í staðinn. Þessi Stína var ómynd í öllu, en þó ekki neitt frámunalega vitlaus. Hún gat lært vísur og langar þulur, en ekki bænir. Ef henni var sagt, að hún væri huldukona, sagði hún já, hún myndi vel eftir því, að kona leiddi hana út um dyr. Og svo bætti hún við: »Ekki er von, að ég geti lært af maddöm- unni hérna, fyrst þetta er satt. Nei, hún Kata gamla er nú móður- myndin mín, sú hin sama, sem hrapaði niður af hjallanum á Kirkju- felli.« Fór þá fólkið alt að hlæja að Stínu, en hún sagði því að þegja, því nú kæmi hún mamma. Aldrei talaði hún átakanlega

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.