Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1916, Page 31

Eimreiðin - 01.01.1916, Page 31
3i bjánalega, þótt hún gæti ekkert lært. Einu sinni sagði pabbi við hana: sViltu vísu, Stína mín?« — »Já, fyrir guðs mun.« Þá mælti hann þetta fram: Getin í gráum björgum, þar til með þungum móð gríður þar fæddi jóð. barnslíki varð í vöggu, Heimili meður hörgum vammir komst í og kröggur, hafði fyrst auðarslóð, víða um landsins lóð. Eitt var undarlegt, hún skildi mikið í vísunni, og sat hugsi alt kvöldið, unz faðir minn ávarpaði hana og spurði, hvort hún væri reið. Nei, öðru nær, hann svona stór maður og mikill að yrkja um sig. Þá kunni hún hendingar úr vísunni, og stal engu það kvöld. Það var alveg ómögulegt að kenna henni Faðirvor, né aðrar bænir. í’egar hún skóf pottana, sem var hennar verk, þá tautaði hún í sí- fellu: »Skel, kræklingur, svei!« Hún skóf pottana með skel, eins og þá var titt; því hvorki voru keyptar sköfur í búðunum, né heldur settust íslendingar við að smíða þær. En þeir smíðuðu þvörur, og með þeim var hrært í pottinum, svo ekki brynni við botninn. En nú var eftir að fá sér ádrepu. Adrepa er víst gamalt orð, ef mig minnir rétt; en þessi .»ádrepa«, sem ég á við, er þannig, að tekin er matar- ausan, og bakinu á henni dýft ofurlítið og snögt ofan í grautinn, og síðan sleikt með tungunni. í’ótti þetta gott, ef mjólkurgrautur var í pottinum, eða kjótsúpa. Gerðu eldakonur þetta oft, og gáfu smalan- um með sér, ef hann kom kaldur heim. Umskiftingar voru þá 2 í sveit minni. Hét önnur Ingunn, en hin var Stína rauða. Ingunn var blind og mállaus. Ég sá hana tvisvar. Móðir hennar hét Metta, niesta myndarkona. Hún hélt, hún yrði læknuð, og sýndi móður minni hana. f’essi Ingunn var þá 17 ára (og ég þá 8), en út leit hún sem sextug væri. Tennur hafði hún 3—4, svolitlar gemlur, og á milli þeirra eins og kolsvarta brodda. En tennurnar voru öskumórauðar, eins og í sumum gamal- mennum. Hún var lagleg í andliti, og mjallhvít, og eins voru hend- urnar. Ekki hafði hún geitur, en nærri þvl hárlaus. Tunglamein, sem svo var kallað, höfðu sumir í höfði, en aðrir sögðu það geitur vera. Tunglamein kom af því, að kona, er nýlega var orðin vanfær, glápti í tunglið, þegar það var fult. Svona var trú- in, skáldskapurinn, eða hvað ég á að kalla það. Geitur voru því miður til, og á því fékk ég að þreifa. Á einu vori dóu á bæ einum undir Kirkjufelli bæði hjónin. Þau voru fátæk og áttu 6 börn, er ekkert gátu komist frá bænum. fegar menn af næstu bæjum fór að furða, að hvorugt þeirra hjóna væri á ferð, þá fóru tveir unglingar út að Hlein. Svo hét bærinn. Lágu þá bæði hjónin dauð í rúmunum, en börnin hljóðandi af hungri. l’au höfðu dáið nóttina áður. Var þá að vörmu spori brugðið við og börnun- um komið fyrir. Og lenti þá ein telpan, Kristín, hjá foreldrum mín- um. Ég var þá fjarverandi, er þetta skeði, og mest af sumrinu ekki heima. Um haustið sagði mamma, að nú vildi hún helzt, að ég tæki Stínu að mér, til að þrífa hana og reyna að halda henni

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.