Eimreiðin - 01.01.1916, Síða 32
32
hreinni. Ég skoðaði höfuðið og segi, hvort það viti ekki, að það sé
stálhúfa af geitum 1 höfði bamsins. — Jú, það vissu allir, að hún
hefði þær, því það hefðu öll bömin frá Hlein. »f’ví er ekki búið .
að ná þeim úr henni?« segi ég. Helga vinnukona átti að gera það.
Móðir mín vildi ekki gera það, af því hún fór með allan mat sjálf.
Helga fer að hlæja og segir, að það sé naumast, ég fái »huppleg-
heitin«, er ég komi heim, og bætir við, að svona fín stúlka, eins og
hún Anna sé, fari víst aldrei að þrífa geitur úr niðursetu. Þá segir
mamma: »Altaf kallið þið hana fína, og þó gengur hún oftast í
sömu vinnu og þið, nema frekar sé, því hún þvær líka gólfin.« Ég
tók telpuna að mér, þótt á sveit væri, en erfitt gekk að ná úr höiði
hennar. Nær því eitt ár var ég að því, og hæddist Helga að mér
fyrir alt það basl. En þegar telpan var 9 ára gömul, hafði hún
hár ofan á herðar, og var ekki trútt um, að Helga öfundaði hana.
ÓKNYTTAMENN OG FLÆKINGAR, GRASAFERÐIR O. FL.
Eitt var það í æsku minni, sem mér fanst mikil brögð að, og
það voru þessi þjófnaðarmál, sem fyrir komu á hverju ári. Annað-
hvort hefir fólk verið stelvísara þá, eða að sýslumenn og almenningur
hafa haft næmari tilfinningu fyrir réttlæti en nú. Því nú reka menn
upp stór augu, ef það heyrist, að einhver sé kominn í fangahúsið.
Og vanalega standa þau tóm út um landið, af hverju sem það er.
Ég man einkum eftir einum hjónum, sem höfðu stolið einum
sauð, og voru dæmd til hýðingar, hann 25 og hún 20 vandarhögg.
Arni sál. Thorsteinsson í Krossnesi var þá sýslumaður, og sagður
harður við alla þjófa. Ég var svo ung, að ég aðeins man eftir því.
Öll þesskonar athöfn var framin á þingstaðnum í Grundarfirði, úti í
pakkhúsi, og mátti þar enginn nærri koma, nema sýslumaður, böð-
ullinn og 2 vottar, sem ávalt voru faðir minn og Jón bróðir hans.
Eitt sinn báðu bræður mínir um, að fá að vera við slíka athöfn. En
þeir fengu fljótt nei hjá Árna sýslumanni. Hann hafði sagt, að hér
væri ekkert barnagaman á ferðum. Það eitt man ég, að fegnir urðu
þeir eftir á, að sýslumaður hefði neitað þeim um beiðnina, er þeir
sáu hjón þessi koma út grátandi og mjög aumleg. Ég man, að þau
komu inn til okkar bæði grátbólgin, og að mamma gaf þeim stóra
kaffibolla af sætu kaffi og brauð með. Og ég man enn, hvað hún
sagði við þau, er þau þökkuðu fyrir kaffið. Hún sagði: »Ég vona,
að þið látið ekki svo vondar hugsanir ráða yfir ykkur aftur. Guð
hjálpi ykkur til þess.« I’au grétu og þökkuðu henni fyrir, og báðu
guð að launa henni alt gott. Og þau stálu aldrei framar. Margt
kom annað fyrir hjá ýmsum, og stundum var það smátt, er stolið
var; en altaf dundu vandarhöggin.
Nú kemur til sögunnar Sölvi Helgason, er margir hafa heyrt
nefndan sem flakkara, og um passann góða. Árni sýslumaður sagðist
engum trúa jafn-vel fyrir honum og föður mínum. í það sinn varð
honum það að sök, að hann hatði skrifað sér þennan alkunna falska
passa, og rambaði með hann um landið. Honum var ekki um pabba