Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1916, Page 37

Eimreiðin - 01.01.1916, Page 37
37 að Jón vildi aldrei heyra Plúm nefndan, og fussaði og sveiaði, er ég var að syngja bjöguðu dönsku vísurnar hans. Þá er eftir að minnast betur á flökkufólk undan Jökli. Friðrik Plúm kom aldrei á sumrin, og veit ég ekki, hvar hann hefir þá alið manninn. Líklega hefir hann þó ekki unnið neinum til gagns, nema hann hafi nent að snuðra kringum búðarmenn í Ólafsvík. En á sumrin komu aumingja flökkukonur undan Jökli, og fóru flestar inn í Breiðafjarðardali um sláttarbyijun. Þær komu ætíð við hjá okkur, og sumar voru hjá okkur um tíma, og voru vanalega með i — 2 börn, sem þær reiddu í bak og fyrir. En að sjá klæðnaðinn! Konumar voru í pijónpeysum, mórendum, og í pilsgörmum með sama lit, og yfirleitt var allur búningur þeirra og barnanna móleitur. Kom það til af fátækt, því þetta fólk gat ekki keypt lit. En eins og áður var skráð, þá litast sortuliturinn upp við slitið. Mér er það í minni, hvað mér varð starsýnt á þetta fólk, eink- um börnin, og var ég þó ekki eldri en 6 vetra, er ég fyrst sá þessa sjón. Ég var niðri á árbakka, og sagði þá einhver, að kona með barni væri komin og yrði í nótt. Fyrst hlakkaði ég til, — það voru þó böm, og við systur urðum öllu fegnar. En þegar við sáum þessi börn, féll okkur allur ketill í eld. Nei, þetta leizt okkur ekki á. Móleit skotthúfa á höfði, en stundum voru þó skotthúfurnar röndótt- ar, og aldrei sást neinn léreftsklútur, nema þessi kollhetta yfir húf- unni. Ég var nú yngst, en ég man, að ég var hálfhrædd við þessi börn, og aldrei lék ég við þau. En það man ég, að eitt sinn kom ég hlaupandi til mömmu með svuntubleðil. sem ég átti, og spurði, hvort ég mætti ekki gefa illa klæddu bömunum hana. Jú, ég mætti það. En þá vantaði klút, og hann fékk ég hjá pabba í búðinni. Nú var ég montin, að geta gefið sinn hlutinn hverju barni. Oft man ég það, að þegar þessar konur voru komnar á bak, þá þekti ég einhverja flfk af mömmu minni utan á þeim, og get ég ekki sagt, hvað ég varð ánægð með sjálfri mér, er ég sá það. Ljós- móðir mín sagði, að ég hefði eitt sinn komið upp til sín og sagt: »Því gefur hún mamma konunum föt? Er það guði að þakka, segir hann henni að gera það ? Gerir hún mamma ekki neitt, nema það, sem guð vill?< Þá kvaðst ljósmóðir mín hafa sagt: »Fátt er það, sem hún gerir á móti honum.s — »Jú,« sagði ég, »hun strýkti mig einu sinni, af því ég væri aldrei kyr um lesturinn.« — »Það átti hún líka að gera,« segir ljósa mín. Ég segi það satt, ég man aldrei til, að hún gerði það nema einu sinni á æfinni. Því ég vildi hejdur vera þæg, en að fá slfkt. Eitt sinn kom ég inn og bað móður mína að hýða Stebba bróður minn, hann hefði barið mig, strítt mér Qg meitt mig. Hún tekur Stebba, leysir ofan um hann og ætlar að hýð a hann. Þá hljóp ég í ofboði til hennar og sagði, að hann hefði ekkert gert mér, og hélt báðum höndunum undir vöndinn. Hún hætti óðara, tók okkur bæði á kné sér og talaði fögur áminningarorð til okkar. Svona vorum við öll, ef við komum klagandi, sitt undan hverju, að við þoldum aldrei að sjá hirtingu af okkar völdum í garð hvers annars. Þá man ég enn eftir einni kerlingu undan Jökli. Hún hét Þur

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.