Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1916, Page 40

Eimreiðin - 01.01.1916, Page 40
40 Tvö kvæði. HRAPIÐ. Uti í húmsins auða geimi ymja hróp á kaldri nótt, hjálparóp með óttahreimi. Allir sofa í bygðum rótt. Hann, sem er að hrapa og detta, hefir aðeins dauðra kletta bergmálssamúð, — svo er hljótt. Beint í dauðann, stall af stalli, steypist hann með lömuð bein, hruflar sig í hverju falli, hvergi lánast stöðvun. nein. Fleygist hann á freðhjarninu fram að neðsta þverhnípinu, stefnir beint á banans stein. Bænin logar: »Guð minn góður gef mér aðeins stuttan frest. Drottinn! — Sérhver lífs míns ljóð- ur lagast skal og svikin verst, áður drýgð, — í dygð skal snúa, drottinn minn, og silfurbúa alt, sem mér hefir yfirsjest. Herra! Allar eigur mínar eg vil gefa og nautnir smá, störfum verja í þarfir þínar, þegar get — og kemst á stjá. Dæmdu vægt minn dapra heið- ur, drottinn ! — það var rangur eiður, Guðmund litla í Geil ég á. Góði faðir, gef mér frestinn, gjaldarefjar jafna skal. Ég vil borga brúna hestinn Birni gamla í Snauðadal. Ég vil breiða dánu og dygðir, drottinn minn, um allar bygðir. — Höfrunum í haust ég stal. Armsins vöðvar hlaupa í hnykla, en höndin engri festu nær. Kraftaverkavonin mikla veslast upp og líður fjær. — Hendist 'ann af hásnösinni hálfnaður í signingunni. — Syndugum er svefninn vær. ÆTTGOFGI. Það er þó aldrei íslendingur, ýtinn í hreggi og gönguslyngur, sem vappar loppinn í vægu frosti á veginum þarna niður frá. Greinið þið nokkra Grettiskosti á göngulaginu til að sjá? í*að er þó aldrei íslendingur, — orku hamrammur sjálfstæð- ingur, sem ætlar að láta upp á hest- inn, en enganveginn til klakksins nær.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.