Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1916, Page 41

Eimreiðin - 01.01.1916, Page 41
4i Ég kannast ekki við kraftabrest- inn, hver kempa norræn var bagga- fær. Eins er það fráleitt Islendingur, — Egilskynjaður þrekmæringur, sem kúrir teptur við Bröttu- brekku, þótt bakka megi í norðri sjá, og djúpt o’n í værðardúninn sekkur daufur í trúnni á mörkin há. Jú, þykjast munu þeir Egils- ættar, og ættartölurnar hundraðþættar geyma þeir víst í vasa og barmi, er vottað geti og sannað það, að mergleysi þeirra í anda og armi sé ættgöfugt. — Pað er dýr- mætt blað. JAKOB THORARENSEN. t Athugaverð Islandslýsing. H. WEITEMEYER: GEOGRAFISK HAANDBOG. 2. gennemsete, udvidede og illustrerede Udg. Kbh. og Kria. 1914 (Gyldendal). Éetta er umfangsmikil bók, 1204 bls., auk formála, í stóru 8 blaða broti, bók, »sem jafnast fyllilega á við beztu þesskonar bækur í stóru menningarlöndunumc, að því er í boðsbréfinu stendur, »nákvæm og ýtarleg, er lýsir til hlítar löndum og þjóðum, ómissandi til skemtunar og fróðleiks, ungum og gömlum, og sjálfsögð á öllum bókasöfnum og skólum«. — Pessi lýsing frá einu áreiðanlegasta og bezta bókaforlagi á Norð- urlöndum varð til þess, að ég pantaði bókina til skólans, enda átti hann enga nýlega bók af þessu tægi. — Hún kom svo með síðasta pósti. — Mér varð fyrst fyrir, að fletta upp á íslandi. Lýsing þess er á 5 síðustu blaðsíðum bókarinnar, næst á undan registrinu, sem er mikið og á að vera nákvæmt. Ég hljóp yfir

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.