Eimreiðin - 01.01.1916, Blaðsíða 42
42
lýsinguna og varö satt að segja steinhissa; hroðvirknin var svo
frámunaleg. Pað er ekki tiltökumál, þótt svo stutt lýsing sé
ekki sem nákvæmust, en beinar villur mega þar engar vera;
þess verður að krefjast af bók, sem svo mikið er af látið. En
það er öðru nær en þessari sjálfsögðu kröfu sé fullnægt í þess-
ari miklu bók. Smáum og stórum villum er hrúgað svo saman
á þessar 5 bls., að ekkert viðlit er að telja þær allar hér. En
nokkrar verð ég að nefna máli mínu til sönnunar. Þykir mér
eigi taka því að flokka þær niður, en nefni þær nokkurnveginn í
þeirri röð, sem þær eru í.
Sundið milli Grænlands og Islands er kallað »Danmarks-
stræde«, eins og títt er í dönskum bókum, en heitir, eins og allir
vita, Grænlandshaf. Er það nafn rétthærra fyrir aldurs
sakir og sjálfsagt að nota, að minsta kosti láta þess getið. —
Á hnattstöðu landsins, bæði lengd og breidd, skakkar nokkru frá
því, sem talið hefir verið. — Frá austri til vesturs, milli Langa-
nesstár og Reykjaness — eins og þær liggi í beinni línu frá
austri til vesturs! — eru taldir 490 km; en þetta er, eins og
allir vita, fjarlægðin milli Gerpis og Öndverðarness.
Höf. getur þess í formálanum, að aðal-grundvallarreglan um
stöfun landfræðisnafna sé sú, að stafa þau eins og í heimalandi
þeirra, svo framarlega sem þar sé notað sama stafrof. Til þess
að sýna, hve vel höf. fylgir þessari góðu og gildu reglu, að því
er til íslands kemur, skal ég tilfæra hér nokkur dæmi: Skjalf-
andibugt, Eyiarfjord, Hunafjloi (í registrinu Hunafioj!), Faxafjord,
Almennagjaa, Oræfaj'ókull, Drangarj'ókull, Hafnafjord eða Hanefjord,
Holum (nefnifall á dönsku Holar), Saudákrok, Vestmano, verzlunar-
staðurinn, en eyjarnar Vestmannöer, Skjalfandaflod. F j ö r ð u r í
staðanöfnum er jafnan fjord, nema á einum stað: Eyjafjórbr, og
mætti ætla, að það væri alt annar fjörður en Eyiarfjord; það
nafn er í registrinu, en ekki hið rétta. Peir einir, sem vanir eru
dönskum afbökunum á íslenzkum nöfnum, geta í það ráðið, að
þetta muni vera sama nafnið. — Ey er alstaðar 0 og á aa eða
eða á og fram eftir þessu.
Suðurlandsundirlendið er kallað Skalholtsletten; áður hefir
það verið kallað Geyserdalen (!) á dönsku, hvorttveggja nöfn,
sem engum íslendingi hafa nokkru sinni til hugar
komið.