Eimreiðin - 01.01.1916, Qupperneq 45
45
den en selvstændig aristokratisk Republik<). Ljóst og gagnort
ágrip af sögu Islands fyrstu 400 árin, eða hitt þó heldurl
Tekjur og gjöld landsins eru talin um 3 milj. kr., 4 milj. kr.
hefði verið nær sanni.
Pá segir höf., að landinu sé skift í 3 ömt, Suðuramt og
Vesturamt með einum amtmanni og Norður- og Austuramt með
öðrum, þó 10 ár séu liðin síðan þessu var breytt, amtaskifting
afnumin og amtmannsembættin lögð niður. Með helztu steinhús-
um í Rvík eru talin Alþingishúsið og háskólinn. — Fyrir
norðan Rvík er Reykholt, en Skdlholt fyrir austan, rétt eins og
þar væri örskamt á milli. — ísafjarðarkaupstaður stendur við
samnefndanfjörð, en, eins og allir vita, stendur hann við
Skutilsfjörð. Og nú læt ég staðar numið, enda mun nú rit-
stjóra Eimreiðarinnar og lesendum þykja nóg komið af svo góðu.
Höf. gleymir ekki að geta þess, að Island sé eftir stöðulög-
unum »óaðskiljanlegur hluti Danaveldis með sérstökum landsrétt-
indumc. Petta hefði átt að vera höf. næg hvöt til þess, að
vanda eigi síður lýsingu þessa »veldishluta« en annarra hluta
Danaveldis. Hafi höf. eigi vandað meira til Danmerkurlýsingar-
innar og bókarinnar yfirleitt, en þessa örstutta kafla um ísland,
þá hlýtur þessi mikla bók að vera stórgölluð og langt frá því,
að vera ýtarleg eða áreiðanleg. Um það skal ekkert fullyrt að
svo komnu, en engin fjarstæða er, að láta sér detta það í hug,
því hvers átti aumingja ísland að gjalda? Sízt var þó vanþörf á,
að danskur æskulýður og Danir yfirleitt hefðu einhversstaðar
greiðan aðgang að glöggri og réttri íslandslýsingu; því óneitan-
lega stendur þeim nær, að vita eitthvað um ísland, en um villi-
mannaeyjar út um heim.
Eftir að hin mörgu og stórmerku rit dr. Porv. Thóroddsens
um Island og kort herforingjaráðsins danska, sem vér fáum því
aldrei fullþakkað, eru út komin og öllum mönnum aðgengileg,
ætti engum að líðast óátalið, að rita svona um landið okkar, og
því fann ég mér skylt, að skrifa þessar línur, úr því aðrir urðu
ekki til þess.
STEFÁN STEFANSSON.