Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1916, Page 49

Eimreiðin - 01.01.1916, Page 49
49 sem nefndir eru á blaðinu. Konan mín var ung, þegar faðir hennar dó (1864), og hafði ekki spurt hann að því. En við höfum ímyndað okkur, að þessi Elín hafi verið húsfreyja Bjarna prófasts á Breiðabólstað í Vesturhópi (1770—1794, d. 1798) Jónssonar frá Grjótnesi, Jónssonar höfuðsmanns á Oddstöðum á Melrakkasléttu. Pví kona Bjarna prófasts var Elín Stephánsdótt- ir (d. 18 io), systir Ólafs stiftamtmanns í Viðey (Árb. Espól. X, 86). Pá mætti líka hugsa sér, að prestarnir hafi verið séra P é t - ur Björnsson á Tjörn á Vatnsnesi (1752—1792, d. 1803) og séra Jón Magnússon í Vesturhópshólum (1784—1798) og seinna á Borg í Mýrasýslu (1798—1823), enda er ekki ósenni- legt, að séra Pétur hefði ort vísurnar, því hann var, að vitni Espólíns, gott skáld, sem sonur hans Pétur prófastur á Víðivöll- um í Skagafirði, faðir Péturs biskups. Fóstursonur þeirra Breiðabólstaðarhjóna var séra Friðrik, er fyrst var aðstoðarprestur hjá Bjarna prófasti fóstra sínum 1789—1794 og fékk þá brauðið, er fóstri hans sagði því lausu, og var þar prestur, unz hann andaðist 1817. Séra Friðrik var einn af hinum merkilegu sonum Pórarins sýslumanns á Grund í Eyjafirði og konu hans Sigríðar Stephánsdóttur, systur írú Elín- ar Stephánsdóttur, fóstru séra Friðriks. Peir séra Friðrik og Porkell Ólafsson stiftprófastur á Hólum munu hafa verið taldir beztir söngmenn hér á latidi á sinni tíð, og kannast margir við hina alkunnu vísu, sem sagt er að séra Þorkell kvæði eitt sinn við séra Friðrik: Fegar hittumst himnum á, syngja skulum saman þá, hvorugur verður móður, séra Friðrik góðurl Einu sinni voru og margir beztu söngmenn saman komnir hjá Geir biskupi Vídalín, í húsi hans í Reykjavík, og þar á með- al séra Friðrik. Pá söng hann svo, að tárin komu í augu ísleifi Einarssyni yfirdómara, er þar var viðstaddur, og sagði Isleifur (að vitni Páls Melsteðs), er hann kom heim: » S1 í k a r raddir vona ég að heyra í öðru lífi.« (Sbr. Ól. Davíðsson: ísl. skemt. 264.) FINNUR JÓNSSON á Kjörseyri 4

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.