Eimreiðin - 01.01.1916, Side 50
Viðbætir um 1001 nótt.
Pað er rétt til getið hjá herra Finni Jónssyni í framanskráðri
grein, að sú þýðing af »Púsund og einni nótt«, sem þar um ræð-
ir, hafi verið gerð af séra Pétri áTjörn og fyrir frú Elínu
Stephánsdóttur. Petta er sem sé berlega tekið fram í Frœbi-
mannatali afa míns, Einars Bjarnasonar frá Mælifelli, sem
fyrst var ritað 1820, en endurritað og aukið 1840, svo sem frá
er skýrt í því handriti þess, er ég á. Par segir meðal annars,
eftir að skýrt hefir verið frá helztu æfiatriðum séra Péturs, skáld-
skap hans og öðrum ritverkum, á bls. 454 svo:
tSnéri hann á íslenzku af dönsku mestum parti af »Púsund
og ein nótt« fyrir Elíni, konu Bjarna prófasts Jónssonar á Breiða-
bólstað, systur Ólafs stiftamtmanns.«
Hér þarf því ekki framar vitnanna við, því um þetta mun
afa mínum hafa verið fullkunnugt, þar sem hann hafði einn um
tvítugt, þegar séra Pétur dó í námunda við hann, hjá syni sín-
um Pétri prófasti á Miklabæ.
Verið getur, að hin tilgátan sé líka rétt, að sá »Séra Jón«,
sem vísnablaðið segir, að hafi lialdið áfram þýðingu séra Péturs-
eða tekið við af honum, hafi verið séra Jón Magnússon í
Vesturhópshólum, þó þess finnist hvergi getið, að hann hafi
fengist við þesskonar ritstörf. Annars getur þar þó verið um
fleiri »Jóna« að ræða, t. d. séra Jón Auðunnarson, prest
til Bergstaða og Bólstaðarhlíðar (1742—1782), afa Björns sýslu-
manns Blöndals, sem um er sagt í Fræðimannatali (bls. 279), að
meðal annars hafi útlagt eitt langt æfintýri af dönsku af tveimur
konungsbörnum og ort vísur neðan við. Til greina gæti
líka komið séra Jón Jónsson síðast prestur að Grímstungum
(1786—1798, d. 1799), sem í Fræðimannatali er talinn vel lærð-
ur og ýmislegt liggur eftir, meðal annars »Líkprédikun eftir Sig-
ríði Sigurðardóttur«, síðari konu Stepháns prests á Höskuldsstöð-
um og stjúpmóður frú Elínar, sem séra Pétur þýddi fyr_
\r, og er sú líkræða prentuð á Hólum 1772.
Annars hafa fleiri fengist við að þýða »Púsund og eina nótt«.
Pannig segir svo í Fræðimannatali, bls. 480:
»Sigurður Sigurðarson, hreppstjóri á Fjarðarhorni í
Hrútafirði, snéri mestallri »Púsund og ein nótt« af dönsku á ís-
lenzku, með tilstyrk Ólafs prests í Flatey, sonar síns.«