Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1916, Síða 52

Eimreiðin - 01.01.1916, Síða 52
52 í Húnaþingi, þá virðist mega telja víst, að það hafi verið hans þýðing eða afrit af henni, sem Sigurður á Fjarðarhorni hefir átt. — sFúsund og ein nótt< varð fyrst kunn hér í Evrópu af hinni frönsku þýðingu Gallands »Les mille et une nuitsi, sem út kom á árunum 1704—1708. Frá henni stafa svo aðrar þýðingar (sbr. og vísuna hér að framan: »Frönsku klæddust fróðleikssögur mínar« o. s. frv.) og þar á meðal danska þýðingin, sem út kom í 3 bindum fyrst 1745—46 og í 2. útg. 1757—58, og eftir þeirri útgáfu munu íslendingar hafa þýtt. sFúsund og einn dagur« stafar líka frá franskri þýðingu (úr persnesku) eftir PetitdelaCroix, og kom danska þýðing- in fyrst út í 4 bindum 1746, en í 2. útg. 1759, og frá henni stafa sjálfsagt íslenzku þýðingarnar. Er merkilegt að sjá, hve tiltölulega fljótt er farið að þýða sögur þessar á íslenzku, eftir að þær eru komnar út á dönsku. V. G. Séra Matthías áttræður. Svo segir í Snorra-Eddu, þar sem verið er að lýsa Ásum: »Bragi heitir einn; hann er ágætr at speki ok mest at málsnild ok orðfimi; hann kann mest af skáldskap, ok af honum er bragr kallaðr skáldskapr, ok af hans nafni er sá kallaðr bragr karla eða bragr kvenna, er málsnild hefir framarr en aðrir, kona eða karlmaðr. Kona hans er I ð u n n; hon varðveitir í eski sínu epli þau, er goðin skolu á bíta, þá er þau eldask, ok verða þá allir ungir, ok svá mun vera alt til ragna-rokrs.s En Iðunn er marggift, og hefir ekki verið jafnríf á eplum sínum við alla. Fannig segist Sigurður Breiðfjörð hafa verið giftur henni, er hann kveður svo:

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.