Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1916, Page 62

Eimreiðin - 01.01.1916, Page 62
62 O, blessað vor, sem breiðir arma þína svo blftt hveit ár um helming vorrar jarðar og glæðir líf með geislabrosi hlýju, hví getur þú ei vakið sálu mfna og leyst af hjartans lindum fannir harðar, svo lifni dáin blómin mín að nýju? Og ekki er kvæðið »Eiríksjökull« (bls. 40—47) heldur neitt hrákasmíði. T. d. þessi erindi: Við birtuskifti, er breiðir nóttin frána sitt bláa tjald sem hvolfþak yfir Frón og heilög tendrar himinljós og mána, að ’norfa á þig er fögur unaðssjón. í sveiflum þegar segul logar titra og sveiga gullna knýta þitt um hár, í rökkurdýrð við dimmblátt loftið glitra með demantslitum frosin himintár. Þá blikar sóldís björt í ljóma sínum, hún brosir við þér, fjallajöfur hár; svo milt þig kyssir margan dag, að þínum af mjallarvöngum hrynja gleðitár. Þá tíminn henni leyfir ekki lengur að leika við þitt héluskeggið sítt, og hafs að beði f gyltum náttserk gengur, á geislafingrum koss þér sendir blítt. Gamanvísur Þorskabíts eru og margar smellnar, og má sem dærai nefna »Prestleysi« (bls. 168): Himins beitarhúsum frá »Jórturtuggu ég vil fá,« hrópað er á vörðinn. jarmar gervöll hjörðin. Ljóðmæli þessi eiga skilið að verða keypt og lesin bæði vestan hafs og austan. Og Vestur-íslendingar geta verið stoltir af Í’orskabít sínum og skipað honum á bekk með Klettafjallaskáldinu, þó margt sé ólíkt með þeim, ef f samanburð væri farið. V. G. VALUR: DAGRÚNIR. Rvík 1915 (Arinb. Sveinbj). í bók þessari eru 2 sögur, önnur lengri: Dagsbrún, hin styttri: Geirlaug, Segir í fyrri sögunni frá baráttu fátækrar fjölskyldu fyrir lífinu, og þó einkum elztu sonanna tveggja. Fer annar þeirra til Ameríku, en hinn giftist, hleður niður ómegð og lendir í mestu bág- indum. En þá kemur hinn bróðirinn heim með auð fjár, sem hon- um hefir græðst við gullgröft í Ameríku, og hjálpar bróður sínum af

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.