Eimreiðin - 01.01.1916, Page 67
67
hvert hefti), og ná yfir árin 1815—1827 og byijun ársins 1828.
Segir þar frá mörgu, er menn hafa gaman af að fræðast um, ekki
sízt þar sem menn kannast við flesta hinna merkari manna, sem frá
er sagt, eða þá að minsta kosti við niðja þeirra, syni og sonarsyni.
Þar má og fá allmikla fræðslu um ættartölur núlifandi manna og líf
forfeðra þeirra. Gerðist og margt sögulegt á þessum árum, t. d.
Kambsrán, Natansmál, fjárdrápsmálið í Húnaþingi o. fl. Væri ósk-
andi, að ritið yrði svo mikið keypt, að útgefandinn sæi sér fært að
halda útgáfunni áfram; því fróðleg bók verður þessi annáll, þegar
hann er allur út kominn, þó annálsformið geri þráðinn í frásögninni
nokkuð slitróttan.
V. G.
STEPHAN G. STEPHANSSON: KOLBEINSLAG. Gamanríma.
Winnipeg 1914.
Efnið í rímu þessari er tekið úr sögunni »Kolbeinn og Kölski« í
í’jóðsögum Jóns Árnasonar II, 18—19, þar sem Kolbeinn kveðst á
við Kölska og sigrar hann. En sögnunum um Kolbein er þó vikið
við á ýmsan hátt og rlman gerð að heimsádeilukvæði. Eru þar, sem
vænta mátti, margar snjallar hendingar og bitur heimsádeiluskeyti, en
ríman þó yfirleitt svo myrk, að flestum mundi ofætlun að skilja hana,
ef ekki fylgdu skýringar á efninu aftan við. Og þó er margt óljóst
eftir sem áður, og er því ríman enganveginn til þess löguð, að ná al-
þýðuhylli, enda hefir Klettafjallaskáldinu oft betur tekist.
V. G.
GUÐMUNDUR FRIÐJÓNSSON: HAUSTLÖNG. 120 hring-
hendur. Rvík 1915.
í þessu 30 bls. kveri eru 5 kvæði og er hið 1. um helsingja, 2.
um lóuna, 3. um svaninn, 4. um rjúpuna, 5. um veður og vind og
máske eitthvað fleira, og 6. um Norðurálfuófriðinn mikla.
Satt er það, sem segir í formálanum, að hringhendan sé vinsæll
háttur meðal almennings að fornu fari og ætti enn þá að njóta vin-
sælda. í’að gerir hún óefað líka. En ekki er það heiglum hent, að
fara svo vel með hana í löngu kvæði, að hún njóti sín. Og heldur
ekki hefir höf. tekist það hér, og viljum vér þó sízt telja hann meðal
heiglanna En hann hefir hér reist sér hurðarás um öxl, og því
miklu minna í þessi kvæði hans varið, en vant er að vera. Hefir
hann og stundum orðið að grípa til rangra eða afbakaðra orðmynda
vegna hins dýra ríms (t. d. heið f. heiði (bls. 7), þögl f. þögul (11,
13, 26) og jafna f. jafnan (14) o. s. frv.) og á maður ekki slíku að
venjast frá hans hendi. Rímgallar eru að vísu fáir, en þó til (t. d.
»valdar« rímað á móti »dal« í aðalhending (12) og áherzla á »að« í
sólmánaðar (19)). En þó rímið sé yfirleitt bæði lipurt og slétt, og
margar vísur dáindis snjallar, þá dylst manni ekki, að hinn dýri
háttur hefir lagt þau bönd á höfundinn, að skáldgáfa hans hefir
ekki notið sín til fulls, — og kvæðin því ekki orðið eins
5