Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1916, Qupperneq 68

Eimreiðin - 01.01.1916, Qupperneq 68
68 skýr og aflmikil, eins og um. maður hefði búist við af hon- V. G. JÓN TRAUSTI: GÓÐIR STOFNAR. Sögur frá fyrri öldum. II—IV. Rvík 1915 (Sig. Kr.). í þessum sagnabálki eru 3 sögur: 1. Veizlan á Grund, þar sem sagt er frá Grundar-Helgu og drápi Smiðs Andréssonar hirðstjóra; 2. Hækkandi stjarna, þar sem lýst er æskuveikindum Vatnsfjarð- ar-Kristínar, dauða Þorleifs bróður hennar og brúðkaupi hennar í Við- ey 1405, er hún giftist seinni manni sínum; 3. Söngva-Borga, sem var dóttir Jóns lögmanns Sigmundssonar, er Gottskálk biskup grimmi bannfærði, og segir þar frá síðustu lífsstundum hennar. Sögur þessar fara fram á 14 , 15. og 16. öld og eru að því leyti framhald hver af annarri, að þær eru allar úr sömu ættinni, þar sem Grundar-Helga var móðir Bjöms Jórsalafara, en Vatnsfjarð- ar-Kristín dóttir hans, en hún aftur langamma Söngva-Borgu. Hann ætlar að verða Walter Scott okkar íslendinga, hann Jón Trausti Það er þarft og gott verkefni, sem hann hefir valið sér, að bregða ofurlitlu ljósi yfir myrkustu kaflana í miðaldasögu vorri og draga upp fyrir mönnum myndir úr henni. Og hann er með sinni miklu hugsjónagáfu vel til þess fallinn. Hann getur bæði fylt vel út í eyðumar, svo myndirnar verði sem skýrastar, og gert sögurnar aðlað- andi með sínum fjömga frásögustíl. Vér áttum dálítið annríkt, er vér fengum bókina í hendur, en gátum þó ekki stilt oss um að fara að glugga í hana. Og svo fóru leikar, að ekki gátum vér hætt, fyr en vér höfðum lesið allar sögurnar í einni striklotu. Og svo hyggjum vér, að fleirum muni fara. En enginn er alfullkominn, og heldur ekki Jón Trausti. Þó að oss þyki sögur hans góðar, þá teljum vér þær ekki gallalausar. Og með því vér jafnan gerum oss far um, að segja b æ ð i kost og löst á þeim bókum, sem vér dæmum, skal nú ögn vikið að gallahliðinni. Á sumum stöðum bryddir á, að höf. er ekki nógu vel að sér í menningarsögu vorri, sem ekki er heldur von. Þannig er skálalýsing hans (bls. 24—25, 265) rammskökk. Hann hefir þar fylgt hinni fornu skálahugmynd Jóns Eiríkssonar í Khafnarútg. af Gunnlaugs sögu Ormstungn frá 1775 og mynd Sigurðar málara af henni í þýð- ingu Dasents af Njálu. Sú skálahugmynd þótti góð og gild um rúmt 100 ára skeið, þangað til »Privatboligen paa Island i Sagatiden« kom út (1889), sem sýndi, að hún var bábilja ein, og að gestum var ætíð fagnað í stofu á íslandi og þar fóru veizlur fram, en s k á 1 i n n var aðeins svefnherbergi. Þetta má bæði sjá af fornlögum vorum og sögum og er einna styzt framsett í þessari setningu í Kor- mákssögu (14): »Hann sat yztur í stofu, en hvíldi við skála- dyrr.« Það er því alrangt að láta veizluna á Grund fara fram í skálanum og láta þar vera borð, bekki og langelda. En bardag- inn um nóttina fór auðvitað fram í skálanum, því þar sváfu gestirnir. Höf. ættí að kynna sér það, sem um þetta er ritað í »Privatboligen«,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.